Körfubolti

Steph Curry skaut bara púðurskotum í fyrsta sinn í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry var fyrir löngu búinn að bæta sitt eigið met en hann átti ekki góðan leik í nótt.
Stephen Curry var fyrir löngu búinn að bæta sitt eigið met en hann átti ekki góðan leik í nótt. AP/Scott Kinser

Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephen Curry var búinn að hitta úr þriggja stiga skoti í 268 leikjum í röð í NBA deildinni þegar hann klúðraði öllum langskotum sínum í nótt.

Golden State Warriors liðið vann reyndar 118-114 sigur á Portland Trail Blazers en Curry átti afleitan leik.

Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum og aðeins 2 af 12 skotum hans í leiknum rötuðu rétta leið. Curry endaði með aðeins sjö stig en gaf átta stoðsendingar.

Curry hafði sett niður þriggja stiga skot í öllum leikjum sínum frá og með 1. desember 2018.

Nýverið varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 3500 þriggja stiga körfur.

Síðasti leikur Curry án þriggja stiga körfu fyrir leikinn í nótt var á móti Milwaukee Bucks 8. nóvember 2018.

Curry á ekki aðeins þetta met heldur einnig næstlengstu leikjahrinu með að minnsta kosti einni þriggja stiga körfu. Hann skoraði líka þrist í 157 leikjum í röð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×