NBA-deildin setur Draymond Green í ótímabundið bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 07:15 Draymond Green spilar ekki með Golden State Warriors liðinu á næstunni og líklegast ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. AP/Nate Billings Körfuboltamaðurinn Draymond Green má ekki spila með Golden State Warriors á næstunni en NBA-deildin hefur sett hann í bann. Það sérstaka við bannið er að það er ekki talið í leikjum, dögum eða vikum. Green er kominn í ótímabundið bann. Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik. BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023 Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors. NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum. Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin. Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira