Sport

Leið Ís­lendinga á heims­­leikana í Cross­Fit 2024 liggur í gegnum Frakk­land

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson hefur varið fastagestur á heimsleikunum síðustu ár og verður örugglega með í baráttunni um heimsleikasæti.
Björgvin Karl Guðmundsson hefur varið fastagestur á heimsleikunum síðustu ár og verður örugglega með í baráttunni um heimsleikasæti. @bk_gudmundsson

Nýtt ár nálgast og um leið nýtt tímabil hjá CrossFit fólki heimsins. Draumurinn um að komast á heimsleikana lifur góðu lífi hjá mörgum og nú vitum við meira um það hvernig leiðin liggur þangað.

CrossFit samtökin tilkynntu á dögunum keppnisstaðina í undanúrslitum og um leið örugg heimsleikasæti á hverjum stað.

Íslenska CrossFit fólkið keppir í Evrópu fyrir utan Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem keppir í vesturhluta Norður-Ameríku en hún er búsett í Idaho.

Það er eitt undanúrslitamót í Evrópu og það verður haldið í Décines-Charpieu sem úthverfi Lyon borgar í Frakklandi.

Það er því ljóst að leið íslenska CrossFit fólksins á heimsleikana 2024 liggur í gegnum Frakkland.

Það er öruggt að fimm heimsleikasæti verða í boði fyrir hvort kyn í evrópsku undanúrslitunum en þeim gæti fjölgað með góðum árangri evrópska fólksins í undankeppninni.

Vonandi verða sætin fleiri en það verður mjög krefjandi fyrir íslensku CrossFit stjörnurnar að ná einu af þessum fimm sætum í boði.

Opni hlutinn og fjórðungsúrslitin fara fram í gegnum netið en í undanúrslitunum keppir fólk á staðnum eins og í fyrra.

Katrín Tanja keppir í sínum undanúrslitum í Carson í Kaliforníu en hún þarf auðvitað að tryggja sér sætið fyrst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×