Í A-riðli mættust þýska liðið Kiel og norska liðið Kolstad þar sem Sigvaldi Björn Guðjónsson var í byrjunarliði. Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans í Kielce mættu síðan Pick Szeged.
Sigvaldi skoraði fimm mörk í naumu tapi gegn Kiel en þar voru lokatölur 26-25. Haukur Þrastarson skoraði síðan fjögur mörk, einnig í naumu tapi gegn Szeged þar sem lokatölur voru einnig 26-25.
Eftir leikinn eru Haukur og félagar í Kielce í þriðja sæti A-riðils með 12 stig en Sigvaldi og félagar í Kolstad eru í fimmta sætinu með níu stig.