Tungumálainngilding fyrir okkur öll Grace Achieng skrifar 6. desember 2023 07:46 Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun