Upp kom neyðartilvik hjá umræddum áhorfenda í fyrsta leikhluta og ekki tókst að bjarga lífi viðkomandi. Sjúkraliðar mættu á svæðið og reyndu endurlífgun en án árangurs. Hann var úrskurðaður látinn eftir tuttugu mínútur.
Slökkvilið Sacramento segir að maðurinn hafi verið á fertugsaldri.
Keegan Murray, leikmaður Sacramento Kings, sagði blaðamönnum frá því að leikmenn liðsins hafi ekki vitað af atvikinu. Kings tapaði leiknum og komst ekki á úrslitahelgina í Las Vegas.
„Við sendum samúðarkveðjur frá öllu liðinu. Vonandi er hugsað vel um fjölskyldu hans,“ sagði Keegan Murray.