Handbolti

Stjarnan upp úr fall­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Starri Friðriksson fór á kostum.
Starri Friðriksson fór á kostum. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan lyfti sér upp úr fallsæti Olís-deildar karla í handbolta á kostnað Víkinga með góðum sigri í kvöld. Þá vann Grótta botnlið Selfoss.

Stjarnan tók á móti Víking í leik sem bæði lið urðu að vinna. Fór það svo að Stjarnan vann tveggja marka sigur, lokatölur 28-26.

Starri Friðriksson var gríðarlega öflugur í liði Stjörnunnar og skoraði 8 mörk. Pétur Árni Hauksson kom þar á eftir með 4 mörk. Halldór Ingi Jónsson skoraði 5 mörk í liði gestanna.

Grótta lagði botnliðið með sjö marka mun, lokatölur á Seltjarnarnesi 32-25. Ágúst Ingi Óskarsson fór mikinn í liði Gróttu og skoraði 10 mörk. Þá varði Einar Baldvin Baldvinsson 19 skot í markinu.

Hjá Selfossi voru Tryggvi Sigurberg Traustason, Gunnar Kári Bragason og Alvaro Mallols Fernandez allir með 4 mörk.

Grótta er í 8. sæti með 8 stig, Stjarnan í 10. sæti með 7 stig, Víkingur sæti neðar með 6 stig og Selfoss á botninum með 4 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×