Körfubolti

Njarð­vík sendir Martin heim

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tynice Martin í leik með Njarðvík.
Tynice Martin í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að senda Tynice Martin heim og hún mun því ekki spila meira með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Það vakti mikla athygli þegar Njarðvík samdi við Martin en hún var dæmd fyrir heimilisofbeldi árið 2019. Þá tók hana það virkilega langan tíma að fá leikheimild hér á landi.

Á endanum fékk hún leikheimild og spilaði alls sex leiki fyrir Njarðvík og skoraði að meðaltali 17 stig í leik.

Þegar 10 umferðum er lokið í Subway-deild kvenna er Njarðvík í 2. til 4. sæti ásamt Stjörnunni og Grindavík með sjö sigra og þrjú töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×