Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður, verða saman að störfum í leiknum í kvöld sem fram fer í Copper Box Arena í London.
Rúnar Birgir verður eftirlitsmaður leiksins en Davíð Tómas verður að þessu sinni aðaldómari leiksins og meðdómarar hans verða þau Emma Perry frá Írlandi og Petr Blahout frá Tékklandi.
Leikurinn er í riðlakeppni I-riðils en London Lions hafa unnið alla fimm leiki sína í rðlinum en Rutronik Stars tvo af fimm.
Leikurinn verður í opnu beinu streymi í kvöld kl. 19:00 að íslenskum tíma. Það er hægt að nálgast það hér.