Cech spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í íshokkí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2023 15:30 Petr Cech byrjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. getty/Action Foto Sport Petr Cech, fyrrverandi markvörður Chelsea og Arsenal í fótbolta, þreytti frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí um helgina. Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið. Íshokkí Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira
Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið.
Íshokkí Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sjá meira