Fyrir leikinn var Milan í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Fiorentina var í sjötta sætinu með 20 stig.
Leikurinn mun seint fara í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en eina mark leiksins kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Þá fékk AC Milan vítaspyrnu og á punktinn steig Theo Hernandez sem skoraði af miklu öryggi og var staðan 1-0 í hálfleiknum.
Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleiknum og þar við sat. Lokatölur 1-0 en eftir leikinn er Milan í þriðja sætinu með 26 stig.
Það var þó eitt athyglisvert sem gerðist einnig í leiknum en það var þegar Francesco Camarda kom inn á fyrir AC Milan en hann varð þá yngsti leikmaður í sögu Serie A en hann er aðeins 15 ára, átta mánaða og 15 daga gamall.
Historical night @ San Siro.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2023
Francesco Camarda enters the pitch for AC Milan vs Fiorentina and he becomes the youngest debutant in Serie A history!
The Italian striker debuts at the age of 15 years, 8 months and 15 days. pic.twitter.com/0BxTUV51c2