Aldan í Þorlákshöfn Óliver Hilmarsson skrifar 24. nóvember 2023 13:31 Fyrir um 23 árum kynntist ég fyrst öldunum í Þorlákshöfn, þá nýgræðingur í sportinu og að stíga mínar fyrstu öldur. Þá voru nokkrar hræður farnar að prófa brimbretti á Íslandi. Svo flutti ég til Bandaríkjanna og byrjaði að brima á ströndum Los Angeles í Kaliforníu. Sem byrjandi í sportinu horfði ég agndofa á fólk ná löngum öldum á heimsfrægum stöðum eins og Malibu og Rincon. Ég hélt mér í byrjendavænni öldum á sandströndunum en varð oft hugsað heim til Íslands til staðarins sem ég hafði prófað: Þorlákshöfn. Ég mundi eftir að hafa horft á öldurnar skrælast inn örugglega í heila mínútu, sama aldan. Þetta er alvöru „pointbreak“, heima á Íslandi, eins og í kvikmyndinni „Pointbreak“ með Patrick Swayze og Keanu Reeves. Eins og Malibu. Eins og Rincon, og með sín sérkenni. Engin alda er eins. Þetta var spennandi, vitandi af þessari öldu heima sem minnti á bestu öldurnar í Kaliforníu. Á þessum tíma var sportið að vaxa hratt heima. Bróðir minn sem ólst upp í Ástralíu og byrjaði að „surfa“ á grunnskólaaldri var aftur kominn í sjóinn. Og myndirnar sem hann sendi.. úff, ég trúði varla mínum eigin augum. Brimbrettaaðstæðurnar í Kaliforníu voru magnaðar en ég varð gersamlega "hooked" þegar ég kom aftur heim til Íslands. Sjórinn og öldurnar sameinuðu okkur bræðurna. Hópurinn hafði stækkað. Þetta voru ógleymanlegir tímar. Staðurinn til að fara á var nánast undentekningarlaust Þorlákshöfn, sett var upp vefmyndavél til að fylgjast með öldunum. Legið yfir vindaspá á belgingur.is og ölduspá á sigling.is. Ótrúlega góðar aðstæður og aðeins allra bestu staðir Los Angeles sem skákuðu Þorla/Þolla/Láka/Þorlákshöfn. (Kært barn har mange navne) Núna árið 2023 hefur brimbrettafólki á Íslandi fjölgað gríðarlega, önnur kynslóð er komin upp. Heiðar Logi Elíasson kom inn og fór í atvinnumennsku. Hjartað og uppeldisstaðurinn er og hefur alltaf verið Þorlákshöfn. Fyrirtækið Arctic Surfers gerir útá brimbrettaferðamennsku til margra ára. Erlent atvinnu brimbrettafólk kemur á hverju ári, ýmist að taka upp kvikmyndir eins og „Under the Arctic Sky“ og „Sipping Jetstreams“, eða bara njóta. Brimbrettafélag Íslands stofnað. Grasrótin orðin að alvöru hreyfingu. Hreyfing sem berst nú fyrir lífi Láka Já, það er rétt! ..sem berst fyrir lífi Láka! Það hryggir mig að nú séu áform um að eyðileggja staðinn okkar. Útivistar- og lýðheilsustað af náttúrunnar hendi, viðhalds og rekstrar frír. Stað okkar allra, með "pínulítilli" landfyllingu. Svo lítil en samt svo ógeðslega stór. Það hryggir mig að meirhlutinn i Þorlákshöfn sjái ekki hvað þeir hafa í höndunum og hafi samþykkt breytingu á deiliskipulagi þann 2.nóv, sem gerir ráð fyrir landfyllingu yfir hluta af öldunni. Lét tillögur Brimbrettafélagsins eins og vind um eyru þjóta og í sömu andrá hélt því fram að landfyllingin muni ekki hafa nein áhrif á brimbrettaölduna. Hún sé bara á grynningum sunnan við útsýnispall og að brimbrettafólk geti slakað á þar sem landfyllingin nær „bara“ útað stórstraumsfjöru. Ef þeir væru í minnsta vafa myndu þeir ekki leggja til þessa landfyllingu. Ég hef aldrei skilið pólitík og fundurinn 2.nóvember hefur setið þungt í mér síðan. En ég hef skilning á brimbrettaöldum. 19. nóv síðastliðinn var eftirminnilegur dagur í Þorlákshöfn, logn, sól, geggjaðar öldur í stærri kantinum, á útfallinu rétt eftir flóð þegar öldurnar eru oft bestar. Eftir basl og kanski ekki í mínu besta formi náði ég loksins einni af þessum ógleymanlegu öldum. Náði henni djúpt og utarlega, sunnan við útsýnispallinn. Brött aldan hvolfdist næstum yfir mig, en ég stóð, og hélt áfram meðfram ströndinni, áfram og áfram og hætti ekki fyrr en við nýjan grjótvarnargarð norðan við útsýnispallinn. Ég hrópaði upp af gleði, þó ég hefði getað brimað 50 m lengra fyrir árið 2017 þegar grjótvarnargarðurinn kom. En svo leit ég upp og sá fjall af gróti, gröfur og jaðýtur og það rann upp fyrir mér að þetta gæti verið ein af mínum síðust góðu öldum í Láka. Ég er sannfærður um að framkvæmdirnar hafa þegar haft talsverð áhrif á ölduna og ef ég væri í minnsta vafa myndi ég ekki skrifa þessa grein. Ef landfyllingin verður að veruleika og aldan bíður skaða af er erfitt að afsaka sig með að um misskilning hafi verið að ræða. Þá vona ég að náttúran grípi inní með sína sjávarstrauma, aðlagi botninn með tíð og tíma svo aldan nái að brotna áfram fyrir komandi kynslóðir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. LÁKI LENGI LIFI! Höfundur er jarðfræðingur og brimbrettamaður. Heimild: https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=5U76aRcUYUGTlxt7PPTu2g1 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 23 árum kynntist ég fyrst öldunum í Þorlákshöfn, þá nýgræðingur í sportinu og að stíga mínar fyrstu öldur. Þá voru nokkrar hræður farnar að prófa brimbretti á Íslandi. Svo flutti ég til Bandaríkjanna og byrjaði að brima á ströndum Los Angeles í Kaliforníu. Sem byrjandi í sportinu horfði ég agndofa á fólk ná löngum öldum á heimsfrægum stöðum eins og Malibu og Rincon. Ég hélt mér í byrjendavænni öldum á sandströndunum en varð oft hugsað heim til Íslands til staðarins sem ég hafði prófað: Þorlákshöfn. Ég mundi eftir að hafa horft á öldurnar skrælast inn örugglega í heila mínútu, sama aldan. Þetta er alvöru „pointbreak“, heima á Íslandi, eins og í kvikmyndinni „Pointbreak“ með Patrick Swayze og Keanu Reeves. Eins og Malibu. Eins og Rincon, og með sín sérkenni. Engin alda er eins. Þetta var spennandi, vitandi af þessari öldu heima sem minnti á bestu öldurnar í Kaliforníu. Á þessum tíma var sportið að vaxa hratt heima. Bróðir minn sem ólst upp í Ástralíu og byrjaði að „surfa“ á grunnskólaaldri var aftur kominn í sjóinn. Og myndirnar sem hann sendi.. úff, ég trúði varla mínum eigin augum. Brimbrettaaðstæðurnar í Kaliforníu voru magnaðar en ég varð gersamlega "hooked" þegar ég kom aftur heim til Íslands. Sjórinn og öldurnar sameinuðu okkur bræðurna. Hópurinn hafði stækkað. Þetta voru ógleymanlegir tímar. Staðurinn til að fara á var nánast undentekningarlaust Þorlákshöfn, sett var upp vefmyndavél til að fylgjast með öldunum. Legið yfir vindaspá á belgingur.is og ölduspá á sigling.is. Ótrúlega góðar aðstæður og aðeins allra bestu staðir Los Angeles sem skákuðu Þorla/Þolla/Láka/Þorlákshöfn. (Kært barn har mange navne) Núna árið 2023 hefur brimbrettafólki á Íslandi fjölgað gríðarlega, önnur kynslóð er komin upp. Heiðar Logi Elíasson kom inn og fór í atvinnumennsku. Hjartað og uppeldisstaðurinn er og hefur alltaf verið Þorlákshöfn. Fyrirtækið Arctic Surfers gerir útá brimbrettaferðamennsku til margra ára. Erlent atvinnu brimbrettafólk kemur á hverju ári, ýmist að taka upp kvikmyndir eins og „Under the Arctic Sky“ og „Sipping Jetstreams“, eða bara njóta. Brimbrettafélag Íslands stofnað. Grasrótin orðin að alvöru hreyfingu. Hreyfing sem berst nú fyrir lífi Láka Já, það er rétt! ..sem berst fyrir lífi Láka! Það hryggir mig að nú séu áform um að eyðileggja staðinn okkar. Útivistar- og lýðheilsustað af náttúrunnar hendi, viðhalds og rekstrar frír. Stað okkar allra, með "pínulítilli" landfyllingu. Svo lítil en samt svo ógeðslega stór. Það hryggir mig að meirhlutinn i Þorlákshöfn sjái ekki hvað þeir hafa í höndunum og hafi samþykkt breytingu á deiliskipulagi þann 2.nóv, sem gerir ráð fyrir landfyllingu yfir hluta af öldunni. Lét tillögur Brimbrettafélagsins eins og vind um eyru þjóta og í sömu andrá hélt því fram að landfyllingin muni ekki hafa nein áhrif á brimbrettaölduna. Hún sé bara á grynningum sunnan við útsýnispall og að brimbrettafólk geti slakað á þar sem landfyllingin nær „bara“ útað stórstraumsfjöru. Ef þeir væru í minnsta vafa myndu þeir ekki leggja til þessa landfyllingu. Ég hef aldrei skilið pólitík og fundurinn 2.nóvember hefur setið þungt í mér síðan. En ég hef skilning á brimbrettaöldum. 19. nóv síðastliðinn var eftirminnilegur dagur í Þorlákshöfn, logn, sól, geggjaðar öldur í stærri kantinum, á útfallinu rétt eftir flóð þegar öldurnar eru oft bestar. Eftir basl og kanski ekki í mínu besta formi náði ég loksins einni af þessum ógleymanlegu öldum. Náði henni djúpt og utarlega, sunnan við útsýnispallinn. Brött aldan hvolfdist næstum yfir mig, en ég stóð, og hélt áfram meðfram ströndinni, áfram og áfram og hætti ekki fyrr en við nýjan grjótvarnargarð norðan við útsýnispallinn. Ég hrópaði upp af gleði, þó ég hefði getað brimað 50 m lengra fyrir árið 2017 þegar grjótvarnargarðurinn kom. En svo leit ég upp og sá fjall af gróti, gröfur og jaðýtur og það rann upp fyrir mér að þetta gæti verið ein af mínum síðust góðu öldum í Láka. Ég er sannfærður um að framkvæmdirnar hafa þegar haft talsverð áhrif á ölduna og ef ég væri í minnsta vafa myndi ég ekki skrifa þessa grein. Ef landfyllingin verður að veruleika og aldan bíður skaða af er erfitt að afsaka sig með að um misskilning hafi verið að ræða. Þá vona ég að náttúran grípi inní með sína sjávarstrauma, aðlagi botninn með tíð og tíma svo aldan nái að brotna áfram fyrir komandi kynslóðir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. LÁKI LENGI LIFI! Höfundur er jarðfræðingur og brimbrettamaður. Heimild: https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=5U76aRcUYUGTlxt7PPTu2g1
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar