Skimun á villigötum Steinunn Þórðardóttir, Oddur Steinarsson, Ólöf K. Bjarnadóttir, Sigurdís Haraldsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir og Hjalti Már Þórisson skrifa 20. nóvember 2023 16:00 Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Oddur Steinarsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn. Klínískar leiðbeiningar, bæði hér á landi og í hinum vestræna heimi, mæla ekki með segulómun af öllum líkamanum á einkennalausum einstaklingum. Ef slík rannsókn hefði sýnt fram á gagnsemi væri nú þegar mælt með henni í klínískum leiðbeiningum. Þvert á móti hafa fagfélög, þar með talið félag bandarískra röntgenlækna og félag bandarískra heimilislækna, varað almenning við slíkri rannsókn. Hagsmunir einkafyrirtækja sem auglýsa þessa rannsókn, eru miklir. Rannsóknin hér á landi er boðin á 300.000 ISK. Um mikla fjárhagslega hagsmuni er því að ræða. Ástæður þess að ekki er mælt með þessari rannsókn eru margar. Almennt er ekki mælt með að setja af stað nokkra rannsókn án þess að fyrir liggi yfirveguð ástæða og leit á skýringu einkenna. Ekki er alltaf fylgni milli einkenna og þess sem sést á myndrannsókn. Þannig er til dæmis algengt að slit sjáist á mynd af baki þó einstaklingur hafi ekki af því nein einkenni. Mögulegt er að breytingar sjáist sem myndu aldrei valda einstaklingi einkennum eða skaða en gætu kallað á frekari inngrip allt frá endurteknum myndrannsóknum og eftirfylgd lækna yfir í lyfjameðferð, sýnatökur eða flóknar aðgerðir með óæskilegum heilsufarslegum afleiðingum. Góðkynja breytingar sem finnast gjarnan í segulómun kallast „incidentaloma“. Í mörgum tilvikum leiða þessar uppgötvanir til þess að viðkomandi þarf mikla aðkomu heilbrigðiskerfisins í formi læknisviðtala, fleiri myndgreiningarrannsókna sem geta falið í sér óæskilega geislun og jafnvel ífarand inngrip á borð við ástungur á líffæri. Slík inngrip eru ekki hættulaus. Dæmi eru um að fólk hafi misst heilbrigt nýra eftir ástungu á breytingu sem reyndist vera saklaust „incidentaloma“. Eins getur segulómun af öllum líkamanum veitt einstaklingum falskt öryggi þar sem rannsóknin getur ekki greint allar sjúklegar breytingar og hún gefur sem dæmi ekki skýra mynd af lungum og ristli. Þetta getur leitt til þess að fólk bregðist ekki við einkennum sem það fær þar sem segulómunin kom vel út. Það gæti valdið greiningartöf á raunverulegum sjúkdómum. Ef einstaklingar eru með einkenni, t.d. bakverki, eiga þeir að leita sér heilbrigðisþjónustu sem ákveður þá hvort og hvernig myndgreiningu eigi að beita. Sem dæmi væri segulómun af ákveðnum hluta baksins mun nákvæmari rannsókn en segulómun sem gerð er af öllum líkamanum á einstaklingi með bakverki. Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið. Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt. Það er varhugavert að bæta með þessum hætti nýjum verkefnum inn í heilbrigðiskerfið án þess að fyrirfram hafi farið fram yfirvegað mat á því að verkefnið gagnist til að bæta heilsufar. Lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum byggir á áralangri þróun og rannsóknum á gagnsemi slíkrar skimunar. Skimun þarf að sýna fram á að lækka tíðni krabbameina með því að greina forstig og/eða lengja líf fólks með því að greina krabbamein snemma. Lýðgrunduð skimun fyrir leghálskrabbameinum og brjóstakrabbameinum er ráðlögð og ráðgert er að skimun fyrir ristilkrabbameinum hefjist á Íslandi á næsta ári. Ekki hefur verið sýnt fram á að segulómun af öllum líkamanum greini krabbamein fyrr eða lengi líf hjá fólki í meðaláhættu fyrir krabbameinum. Eina ábendingin fyrir því að framkvæma segulómun af öllum líkamanum er í einstaklingum með Li-Fraumeni heilkenni sem er mjög sjaldgæft, arfgengt heilkenni sem ber með sér mjög háa áhættu á krabbameinum á lífsleiðinni. Slíkar rannsóknir ætti ávallt að gera á háskólasjúkrahúsi þar sem sérfræðiþekking er til staðar varðandi heilkennið og úrlestur slíkra mynda. Segulómun af öllum líkamanum er ekki góð skimunarrannsókn. Við ráðleggjum almenningi eindregið að fara ekki í slíka rannsókn, af þeim ástæðum, sem hér að framan hafa verið raktar. F.h. stjórnar Læknafélags Íslands Steinunn Þórðardóttir læknir, formaður Oddur Steinarsson læknir, varaformaður F. h. stjórnar Félags íslenskra krabbameinslækna, Ólöf K Bjarnadóttir læknir, formaður Sigurdís Haraldsdóttir læknir, ritari F. h. stjórnar Félags heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir læknir, formaður F. h. stjórnar Félags íslenskra röntgenlækna Hjalti Már Þórisson læknir, formaður
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun