Körfubolti

Grind­víkingar í Smáranum: Við erum ekkert að hugsa út í það núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingar gátu fagnað saman góðum sigrum körfuboltaliða sinna um helgina.
Grindvíkingar gátu fagnað saman góðum sigrum körfuboltaliða sinna um helgina. Vísir/Hulda Margrét

Andri Már Eggertsson var á ferðinni með hljóðnemann og myndatökumann um helgina þegar Grindvíkingar héldu mikla körfuboltahátíð í Smáranum í Kópavogi.

Grindvíkingar hafa haft um sárt að binda síðustu daga eftir að þeir þurftu að flýja bæinn sinn vegna jarðhræringa undir bænum.

Þeir hittust í Smáranum á laugardaginn og sáu körfuboltaliðin sín vinna flotta sigra í Subway deildunum. Það var mjög vel mætt á leikina og Grindvíkingar fengu tækifæri til að hittast og hjálpa hverju öðru í gegnum erfiða tíma.

Subway Körfuboltakvöld sýndi afrakstur heimsóknarinnar í þætti sínum á laugardagskvöldið.

„Andri Már Eggertsson, okkar maður, var í Smáranum í dag og var að koma hingað á öðru hundraðinu með þessar upptökur. Hann hleypur hratt. Sjáum hvað Andri Már gerði í Smáranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

„Það er grindvísk körfuboltahátíð hér í Smáranum. Körfuboltinn er Grindvíkingum afar kær og ég ætla að taka púlsinn á fólkinu hérna,“ sagði Andri Már Eggertsson.

„Það er allt í plús hjá okkur nema það sem er í gangi. Við erum ekkert að hugsa út í það núna. Nú er bara karfa og áfram Grindavík,“ sagði einn ungur Grindvíkingur sem Nabblinn ræddi við

Hér fyrir neðan má sjá viðtölin sem Andri tók.

Klippa: Körfuboltakvöld: Nabblinn hitti Grindvíkinga í Smáranum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×