Bæjarlistamaður = jólaskraut Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:45 Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun