Bæjarlistamaður = jólaskraut Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:45 Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun