Mikilvægur sigur hjá liði Elvars í Meistaradeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 19:30 Elvar í baráttu við tvo leikmenn Hapoel í leiknum í kvöld. Vefur FIBA Elvar Már Friðriksson og félagar hans í gríska liðinu PAOK unnu í kvöld góðan sigur á Hapoel Jerusalem þegar liðin mættust í Meistaradeildinni. Fyrir leikinn í dag var PAOK með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvo leikina á meðan lið Hapoel Jerusalem hafði unnið sína fyrstu tvo leiki og var á toppi riðilsins. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum. Hapoel leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta en heimamenn í PAOK sneru dæminu við og leiddu í hálfleik. Staðan þá 39-35. Í þriðja leikhluta náðu Elvar og félagar ágætu áhlaupi. Þeir náðu ellefu stiga forskoti fyrir fjórða leikhlutann og voru komnir með yfirhöndina. Í fjórða leikhluta söxuðu gestirnir frá Ísrael á forskotið og var staðan 75-73 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Spennan var því mikil undir lokin. Hapoel jafnaði metin en Kendall Smith leikmaður PAOK náði í þrjú víti í næstu sókn sem hann setti niður. Gestirnir minnkuðu muninn á ný og fengu síðan tækifæri til að tryggja sigurinn eftir misheppnaða tilraun Smith hinu megin. Hapoel hélt í sókn með rúmar þrettán sekúndur á klukkunni. Þriggja stiga tilraun leikmanns liðsins fór forgörðum og heimamenn náðu frákastinu og tíminn rann sitt skeið. Smith setti niður eitt víti áður en flautan gall og PAOK vann að lokum 79-77 sigur. Elvar Már skoraði 9 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum. Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var PAOK með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvo leikina á meðan lið Hapoel Jerusalem hafði unnið sína fyrstu tvo leiki og var á toppi riðilsins. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum. Hapoel leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta en heimamenn í PAOK sneru dæminu við og leiddu í hálfleik. Staðan þá 39-35. Í þriðja leikhluta náðu Elvar og félagar ágætu áhlaupi. Þeir náðu ellefu stiga forskoti fyrir fjórða leikhlutann og voru komnir með yfirhöndina. Í fjórða leikhluta söxuðu gestirnir frá Ísrael á forskotið og var staðan 75-73 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Spennan var því mikil undir lokin. Hapoel jafnaði metin en Kendall Smith leikmaður PAOK náði í þrjú víti í næstu sókn sem hann setti niður. Gestirnir minnkuðu muninn á ný og fengu síðan tækifæri til að tryggja sigurinn eftir misheppnaða tilraun Smith hinu megin. Hapoel hélt í sókn með rúmar þrettán sekúndur á klukkunni. Þriggja stiga tilraun leikmanns liðsins fór forgörðum og heimamenn náðu frákastinu og tíminn rann sitt skeið. Smith setti niður eitt víti áður en flautan gall og PAOK vann að lokum 79-77 sigur. Elvar Már skoraði 9 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum.
Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Sjá meira