22 fótboltavellir fullir af bílum Davíð Þorláksson skrifar 14. nóvember 2023 08:01 Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun