Treystu ferlinu og sóttu sjöunda sigurinn í röð Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 10:29 Joel Embiid var verðmætasti leikmaðurinn í NBA-deildinni síðasta vetur og hefur nú unnið sjö sigra í röð með 76ers. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers héldu áfram sigurgöngu sinni og liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta. Alls fóru níu leikir fram í nýju móti innan NBA í nótt. Öll lið hafa nú leikið einu sinni í riðlakeppni mótsins. Öll 30 liðin taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir og hafa áhrif á niðurröðun liðanna, nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn sem fer fram í byrjun desember í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fá 500.000$ í verðlaunafé. Phoenix frumsýndi nýjan fjólubláan völl sem verður eingöngu notaður í mótsleiki en sparaður í venjulegum deildarleikjum. Þeir töpuðu leik sínum gegn LA Lakers, 119-122. Two of the NBA's all-time best put on a SHOW in West Group A play! LeBron: 32 PTS (11/17 FGM), 10 REB, 6 ASTKD: 38 PTS (4/6 3PM), 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/QYEXgOZUpI— NBA (@NBA) November 11, 2023 Philadelphia 76ers unnu sjöunda leik sinn í röð þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 114-106. Joel Embiid og Tyrese Maxey, skærustu stjörnur liðsins eftir brotthvarf James Harden, áttu góðan leik. The Sixers duo shined in their first NBA in-season tournament win 🔥 pic.twitter.com/jnU3A0bfiw— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 11, 2023 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í 124-126 tapi Milwaukee Bucks gegn Indiana Pacers og skoraði 54 stig. Hann lét tapið ekkert á sig fá og grínaðist á samfélagsmiðlum eftir á. Giannis in Indiana after this game: pic.twitter.com/rSGvw8IB1S— SportsCenter (@SportsCenter) November 10, 2023 Golden State Warriors, með skvettubræðurna Steph Curry og Klay Thompson fremsta í flokki, fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndum gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets, en töpuðu að endingu 105-108. The Warriors missed two chances to tie and lose to the Nuggets 😬 pic.twitter.com/PEuUp4m5oA— SportsCenter (@SportsCenter) November 9, 2023 Öll úrslit næturinnar má finna hér og stöðuna í riðlakeppni mótsins má sjá hér. Hægt er að horfa á alla leiki deildarinnar með áskrift að NBA League Pass sem er á sérstökum vildarkjörum fyrir áskrifendur Stöð 2. Lögmál leiksins fjallar svo um deildina á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Öll 30 liðin taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir og hafa áhrif á niðurröðun liðanna, nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn sem fer fram í byrjun desember í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fá 500.000$ í verðlaunafé. Phoenix frumsýndi nýjan fjólubláan völl sem verður eingöngu notaður í mótsleiki en sparaður í venjulegum deildarleikjum. Þeir töpuðu leik sínum gegn LA Lakers, 119-122. Two of the NBA's all-time best put on a SHOW in West Group A play! LeBron: 32 PTS (11/17 FGM), 10 REB, 6 ASTKD: 38 PTS (4/6 3PM), 9 REB, 4 AST pic.twitter.com/QYEXgOZUpI— NBA (@NBA) November 11, 2023 Philadelphia 76ers unnu sjöunda leik sinn í röð þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 114-106. Joel Embiid og Tyrese Maxey, skærustu stjörnur liðsins eftir brotthvarf James Harden, áttu góðan leik. The Sixers duo shined in their first NBA in-season tournament win 🔥 pic.twitter.com/jnU3A0bfiw— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 11, 2023 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í 124-126 tapi Milwaukee Bucks gegn Indiana Pacers og skoraði 54 stig. Hann lét tapið ekkert á sig fá og grínaðist á samfélagsmiðlum eftir á. Giannis in Indiana after this game: pic.twitter.com/rSGvw8IB1S— SportsCenter (@SportsCenter) November 10, 2023 Golden State Warriors, með skvettubræðurna Steph Curry og Klay Thompson fremsta í flokki, fengu tvö tækifæri til að jafna leikinn á lokasekúndum gegn ríkjandi meisturum Denver Nuggets, en töpuðu að endingu 105-108. The Warriors missed two chances to tie and lose to the Nuggets 😬 pic.twitter.com/PEuUp4m5oA— SportsCenter (@SportsCenter) November 9, 2023 Öll úrslit næturinnar má finna hér og stöðuna í riðlakeppni mótsins má sjá hér. Hægt er að horfa á alla leiki deildarinnar með áskrift að NBA League Pass sem er á sérstökum vildarkjörum fyrir áskrifendur Stöð 2. Lögmál leiksins fjallar svo um deildina á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira