Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur Bjarni Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fréttir af flugi Skagafjörður Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi. Við höfum verið rækilega minnt á það að undanförnu hve mikilvægt það er að hafa varaflugvelli sem eru vel í sveit settir og bjóða upp á sem tryggast aðgengi, bæði úr lofti en ekki síður landleiðina þannig að ávallt sé hægt að koma farþegum áleiðis og um sem stystan veg. Jarðhræringar sem ekki sér fyrir endann á, skapa óvissuástand hvað varðar flug á Reykjanesi og við sáum hvernig staða getur komið upp, líkt og síðastliðinn vetur þegar vegsamgöngur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur lokuðust vegna óveðurs. Hluta þess tíma var ekki hægt að fljúga um Akureyrarflugvöll vegna skilyrða þar og aukinheldur lokaðist vegurinn landleiðina um tíma. Allan þennan tíma var hinsvegar, fært til Sauðárkróks og fullbúinn Alexandersflugvöllur hefði getað þjónað flugumferð til og frá landinu. Einstök staðsetning flugvallarins Það er einfaldlega mikil þörf á varaflugvelli þar sem aðstæður til lendingar og flugtaks eru sem bestar, ekki mjög fjarri Keflavíkurflugvelli og einnig flugvellinum á Akureyri og ljóst að aðrir flugvellir uppfylla þau skilyrði ekki eins vel. Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er aðeins 120 km frá Akureyri. Á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur eru um 295 km. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru um 390 km, milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 650 km og milli Akureyrar og Egilsstaða um 265 km. Það er því töluverður munur á vegalengdum og ferðatíma á milli Egilsstaða og Reykjavíkur annars vegar og Sauðárkróks og Reykjavíkur hins vegar. Greiðar samgöngur og góð flugskilyrði Í gögnum frá Vegagerðinni frá árinu 2019 kemur fram að þjóðvegurinn frá Sauðárkróki til Reykjavíkur hafi aðeins verið lokaður í 0,7 daga á ári frá árinu 2011 á meðan lokanir á þjóðveginum frá Egilsstöðum að höfuðborgarsvæðinu lokast í 2,5 daga á ári ef keyrt er suður leiðina og næstum 10 daga á ári ef styttri leiðin um norðurland er farin. Aðflug í Skagafirði er gott, enda fjörðurinn víður og lítið um hindranir. Völlurinn vísar í norður og suður sem eru einnig ríkjandi vindáttir í Skagafirði. Þá er staðsetning vallarins hagstæð með tilliti til snjóa og álags á flugbrautum. Heilt yfir er mikilvægt að við tryggjum öryggi samganga, hvort sem er á jörðu, sjó eða í lofti. Þessi tillaga er liður í því að fjölga valkostum á þeirri vegferð. Varaflugvallagjald nýtist bæði til uppbyggingar varaflugvalla og flugvalla sem gegna sjúkraflugi Treysta þarf stöðu Alexandersflugvallar á Sauðárkróki í grunnneti samgangna með því að skilgreina hann sem varaflugvöll og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir og fjárfestingu í búnaði svo að flugvöllurinn geti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Í því skyni þarf að uppfæra mögulegt þjónustustig Alexandersflugvallar hvað varðar viðhald, aðstöðu, búnað, flug- og lendingaröryggi og viðbragðstíma gagnvart almennum lendingum og sjúkraflugi. Samgönguyfirvöld hafa verið of sporstutt undanfarin ár í uppbyggingu varaflugvalla og flugvalla sem skipta einnig sköpum fyrir sjúkraflug, og nefni ég þar sérstaklega Blönduósflugvöll. Það er mikilvægt að fjármunir sem fást í gegnum varaflugvallargjaldið sem samþykkt var á alþingi síðastliðið vor og tók gildi 1 nóv. sl. skili sér í uppbyggingu þessara flugvalla og búnaðar til að auka öryggi þeirra. Áætlað er að varaflugvallargjaldið geti skilað um 1,5 milljarði árlega, en gæta þarf þess að þeir fjármunir skili sér sannarlega beint í þau verkefni sem þeim er ætlað, uppbyggingu flugbrauta og búnaðar til að bæta flugöryggi. Ég vænti þess ásamt meðflutningsmanni mínum, Bergþóri Ólasyni að tillagan fái góðar viðtökur og samgönguyfirvöld gerist sporléttari í að greiða fyrir málinu. https://www.althingi.is/altext/154/s/0127.html Einsýnt er að verulegur ávinningur yrði af uppbyggingu við Alexandersflugvöll og ljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna landinu öllu vel sem varaflugvöllur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis og samgöngunefndar alþingis
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar