Var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti: „Þurfum við að flýja?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 07:00 DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, segist hafa verið að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti. VÍSIR / ANTON BRINK Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt. Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur gegn Njarðvík síðastliðinn fimmtudag og fóru sáttir á koddann. Misvel gekk hins vegar að halda svefni er stórir skjálftar riðu reglulega yfir á Reykjanesskaga. „Eins og þú sérð þá gekk það mjög illa. Ég er bara ósofinn og það er búið að vera langur dagur og allt það, en þetta er ekkert nýtt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Konan er í útlöndum þannig ég er bara einn heima með hundinn þannig þetta var bara kósý hjá okkur félögunum uppi í rúmi. Hann var náttúrulega skíthræddur,“ bætti Jóhann Þór við. Leikmenn upplifa skjálftana á mismunandi hátt Daniel Mortensen, leikmaður Grindavíkur, segir að þrátt fyrir að skjálftarnir séu óþægilegir sé hann nánast farinn að venjast þeim. „Þetta er skrýtið en ég er farinn að venjast þessu. Í fyrstu skiptin var ég hræddur í smá tíma en núna finnur maður það og bregður en svo er það allt í lagi,“ sagði Mortensen. Liðsfélagi hans, Dedrick Basile, virtist þó ekki kippa sér upp við skjálftana. „Ég svaf reyndar í gegnum þetta ef ég á að vera hreinskilinn. En ég heyrði af því að skjálftarnir hafi verið miklir,“ sagði Basile. „Ég vaknaði aðeins en sofnaði strax aftur. Þetta er samt klikkað því ég hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta.“ Var að finna jarðskjálfta í fyrsta skipti DeAndre Kane, sem gekk í raðir Grindvíkinga í sumar, lýsti einnig sinni upplifun af skjálftunum. „Þetta var öðruvísi. Í Bandaríkjunum erum við ekki vön þessu, en það er alltaf eitthvað öðruvísi í mismunandi löndum og jarðskjálftarnir á Íslandi er eitt af því,“ sagði Kane. „Ég held að það hafi verið skjálfti fyrir um hálfum mánuði og það var í fyrsta skipti sem ég fann þetta. Húsið hreyfðist og myndir féllu af veggjunum, en að öðru leyti var allt í lagi.“ En hvað fer í gegnum hugann á manni eins og Kane sem er að finna fyrir jarðskjálfta í fyrsta skipti? „Er húsið að hrynja, þurfum við að flýja eða fara út á sjó? Ég veit það ekki, en ég talaði við strákana og þeir sögðu að það væri ekkert að óttast. Þetta gerist þegar kvikan reynir að komast upp. Mér finnst ég örggur hérna og mér líður vel,“ sagði Kane léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira