Körfubolti

Vill að Michael Jordan verði svara­maður þegar Jordan giftist Pippen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan fylgist hér með leik þegar hann var eigandi Charlotte Hornets.
Michael Jordan fylgist hér með leik þegar hann var eigandi Charlotte Hornets. Getty/Jacob Kupferman

Eitt af brúðkaupum ársins í körfuboltaheiminum gæti mögulega verið í bígerð.

Michael Jordan og Scottie Pippen áttu sviðið saman á tíunda áratug síðustu aldar þegar Chicago Bulls vann sex NBA meistaratitla á árunum 1991 til 1998.

Jordan og Pippen eru eitt besta tvíeyki körfuboltasögunnar en Jordan fór ekki að vinna titla fyrr en að Pippen mætti á svæðið. Samskipti þeirra hafa verið mjög stirð síðustu árin og Pippen var ekki sáttur við heimildaþættina „The Last Dance“ sem slógu gegn vorið 2020.

Nú eru Jordan og Pippen saman á ný en ekki þó eins við þekkjum það. Marcus Jordan, sonur Michael Jordan, og Larsa Pippen, fyrrum eiginkona Scottie Pippen, ætla að gifta sig á næstunni.

Marcus Jordan vill líka að faðir sinn, Michael, verði svaramaður hans í brúðkaupinu.

„Ég var svaramaður í brúðkaupi pabba og ég var svaramaður í brúðkaupi bróður míns. Augljóslega vill ég að við höldum hefðinni gangandi. Þannig sé ég hlutina,“ sagði Marcus í viðtali í YouTube þætti Pablo Torre.

Marcus segir að brúðkaupið sé í undirbúningi en hann gaf ekkert meira upp um hvar eða hvenær það verður.

Marcus Jordan spilaði sjálfur körfubolta fyrir University of Central Florida frá 2010 til 2012. Verðandi eiginkona hans, Larsa Pippen, skildi við Scottie árið 2021. Hún er ein af stjörnum sjónvarpsþáttarins Real Housewives of Miami á Bravo sjónvarpsstöðinni.

Larsa Pippen er 49 ára gömul og á fjögur börn með Scottie. Hún er sextán árum eldri en Marcus.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×