Dedrick Basile: Það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 22:20 Dedrick Basile var allt í öllu hjá Grindavík í kvöld. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar tóku á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld þegar 5. umferð Subway-deildar karla hóf göngu sína. Þar fór Dedrick Basile á kostum í sigri Grindvíkinga. Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“ Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Grindavík hafa byrjað frekar illa á tímabilinu en sóttu sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og freistuðu þess að halda sigurgöngunni áfram þegar þeir heimsóttu nágranna sína í Njarðvík. Eftir mikinn baráttuleik sem sveiflaðist fram og til baka voru það Grindavík sem höfðu að lokum sigur þar sem Dedrick Basile lék gömlu félagana grátt, lokatölur 87-95 og Grindavík unnið tvo leiki í röð. Dedrick Basile var atkvæðamestur í liði Grindavíkur en hann endaði leikinn með 30 stig, fjórar stoðsendingar og þrjú fráköst. „Leikurinn í dag var stórkostlegur og það er frábært að koma aftur til Njarðvíkur. Ég elska þennan stað og ég er virkilega þakklátur að fá að koma hingað aftur og sækja þennan sigur,“ sagði Dedrick Basile leikmaður Grindavíkur eftir leikinn í kvöld. Dedrick Basile spilaði síðustu tvö ár með Njarðvíkingum og viðurkenndi að hann hafi hlakkað til þess að mæta aftur í Ljónagryfjuna. „Já auðvitað. Ég var tilbúin til þess að koma hingað aftur og það var frábært að spila gegn strákunum sem ég spilaði með í tvö ár og við fórum í gegnum margt saman svo það var frábært að koma aftur hingað og sækja sigur.“ Það vakti athygli undir lok leiks þegar baulað var alhressilega á Dedrick Basile af stuðningsmönnum Njarðvíkur og átti hann í einhverjum orðaskiptum við stúkuna í kjölfarið. „Já það kom mér virkilega á óvart. Mér finnst ég og Njarðvík hafa átt tvö upp og niður ár en það er mikil ástríða í Njarðvík og ég elska það. Það hvatti mig áfram til að leggja enn harðar að mér.“ Grindavík byrjaði tímabilið brösuglega og tapaði fyrstu þrem leikjum sínum í deildinni en hafa núna komið gríðarlega sterkir til leiks í síðustu tveim leikjum og sótt tvo góða sigra í röð. „Þetta er ferli og það vinnur enginn Íslandsmeistaratitil í nóvember. Í fyrstu þrem leikjunum vorum við ekki með fullan hóp en í síðustu tveim leikjum höfum við haft fullan hóp og við erum að byggja á það einn leik í einu.“ Aðspurður hvort það væri hægt að búast við meiru frá þessu Grindavíkurliði á næstu vikum var svarið einfalt. „Já, við erum að koma.“
Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu sinn annan leik Grindavík lagði nágranna sína í Njarðvík í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 2. nóvember 2023 21:10