Sport

Heimsmeistarinn handtekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julia Simon hefur verið sigursæl í skíðaskotfimi síðustu ár.
Julia Simon hefur verið sigursæl í skíðaskotfimi síðustu ár. Getty/Alexander Hassenstein

Franska skíðaskotfimikonan Julia Simon var handtekin í gær í Ólympíuborginni Albertville í Frakklandi.

Simon er 27 ára gömul og tvöfaldur heimsmeistari. Hún vann líka heimsbikarinn í samanlögðu á síðasta tímabili sem og gullið í eltigöngu og fjöldastarti.

Franska blaðið Le Dauphiné libéré segir frá því að lögreglan hafi handtekið hana við landamæri Frakklands og Sviss. Það lítur út fyrir að þetta hafi verið skipulögð handtaka.

Simon er grunuð um fjársvik gegn liðsfélaga sínum í franska landsliðinu sem heitir Justine Braisaz-Bouchet.

Hún sakar Simon um að hafa stolið kreditkorti sínu og verslað sér varning á netinu fyrir tugþúsundir króna. Braisaz-Bouchet segir að þetta hafi gerst í æfingabúðum þeirra í Sandnes í Noregi sumarið 2021.

Jean-Michel Raynaud, lögmaður Juliu Simon, segir að hún sé saklaus af öllum þessum ásökunum.

Franska lögreglan fékk allar upplýsingar frá Braisaz-Bouchet og taldi sig grenilega vera með næg sönnunargögn til að handtaka Simon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×