Handbolti

Aftur­elding á­fram í Evrópu­bikarnum á minnsta mögu­lega mun

Siggeir Ævarsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á kostum og skoraði 11 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á kostum og skoraði 11 mörk fyrir Aftureldingu í kvöld Vísir/Pawel

Afturelding er komin áfram í Evrópubikar karla í handbolta eftir glæsilegan 29-23 sigur gegn norska liðinu Nærbö í Mosfellsbænum í kvöld. Liðið varð að vinna í það minnsta sex marka sigur eftir að hafa tapað leiknum ytra með fimm mörkum.

Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum leiksins sem Afturelding náði að hrista Norðmennina af sér. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þá fjögur mörk í röð og breytti stöðunni úr 22-20 í 26-21. 

Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 28-23, og stefndi allt í að úrslitin myndu ráðast í vítakeppni. Tók þá áðurnefndur Þorsteinn Leó til sinna ráða og skoraði sitt ellefta mark og tryggði Aftureldingu áfram í Evrópubikarnum.

Afturelding og FH því bæði komin áfram í 3. umferð en dregið verður á þriðjudaginn og kemur þá í ljós hverjir andstæðingar liðanna verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×