„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 13:35 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira