Sport

Lýsti yfir áhyggjum um framtíð Vetrarólympíuleikanna vegna jarðhlýnunar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Thomas Bach, framkvæmdastjóri alþjóða Ólympíunefndarinnar.
Thomas Bach, framkvæmdastjóri alþjóða Ólympíunefndarinnar.

Aðeins 10 lönd í heiminum munu vera fær um að halda snjó-íþróttakeppnir Vetrarólympíuleikana árið 2040 vegna yfirvofandi áhrifa af hlýnun jarðar. 

Thomas Bach, framkvæmdastjóri Alþjóðaólympíunefndarinnar sagðist hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem við þeim blasir. 

Gervisnjór hefur verið notaður að hluta til á Vetrarólympíuleikunum frá því á níunda áratug síðustu aldar. Þörfin á gervisnjó hefur stigmagnast síðustu árin, í Vancouver árið 2010, Sochi árið 2014 og Pyengchang 2018 var mikið stuðst við gervisnjó.

Leikarnir í Peking 2022 voru svo þeir fyrstu til að vera alfarið haldnir í gervisnjó. Yfir 100 snjóframleiðsluvélar og 300 snjóbyssur unnu látlaust öllum stundum til að tryggja að keppnin gæti farið fram. 

„Þegar við sjáum þessar tölur verður okkur ljóst að nauðsynlegra aðgerða er krafist til að sporna við áhrifum jarðarhlýnunar á vetraríþróttir“ bætti Bach við. 

Vetrarólympíuleikarnir verða næst haldnir árið 2026 í Mílanó, þar verður að hluta til stuðst við snjóframleiðsluvélar. Mótshaldarar ársins 2030 og 2034 verða svo tilkynntir á opnunarhátið Ólympíuleikanna í París sumarið 2024. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×