Hvað verður um ruslið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 12. október 2023 15:31 SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar