Hvað verður um ruslið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 12. október 2023 15:31 SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun