Hvað verður um ruslið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 12. október 2023 15:31 SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun