Kom árás Hamas á óvart? Yousef Tamimi skrifar 10. október 2023 08:31 Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun