Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 10:02 Adomas Drungilas er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Tindastólsliðið. Vísir/Bára Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn. „Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
„Sjáum þetta strákar. Þetta eru kannski ekki bestu myndirnar en hvað segjum við um þetta brot hjá leikmanni Tindastóls, Adomas Drungilas? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er í einhverju svona máli,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, og leitaði eftir áliti sérfræðinga sína í þættinum. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum „Ómar þú tekur þetta. Þú varst alltaf að fleygja olnbogunum,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Þetta er rétta tækifærið ef þú ætlar að negla einhvern,“ sagði Ómar Sævarsson og hélt áfram. „Það er fullt af tækifærum í körfuboltaleikjum sem koma upp þar sem það eru óviljandi olnbogar, menn að renna af öxlinni í andlitið á einhverjum. Fullt af tilfellum þar sem olnbogarnir fara í andlitið á mönnum,“ sagði Ómar og hélt áfram: „Mér finnst þetta ekki vera eitt af tilfellunum þar sem þetta gerist óviljandi. Mér finnst hann hálfpartinn vera búinn að stíga hann út og svo kemur vöðvakippur í hægri handlegginn á honum,“ sagði Ómar. Viljandi olnbogi „Ég held engan veginn að hann hafi ætlað að slasa hann. Alls ekki. Ég held að hann hafi alls ekki ætlað að slasa hann en að mínum dómi þá er þetta viljandi olnbogi,“ sagði Ómar. „Mér finnst erfitt að segja eftir þessum myndum að þetta hafi verið eitthvað viljandi en svo er þetta Drungilas og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lendir í einhverju svona,“ sagði Helgi. „Nákvæmlega sami hlutur og Callum Lawson væri sá sem lenti í þessu. Það hefði enginn sagt neitt. Það væri enginn að reyna að saka Callum um að hafa reynt að meiða hann viljandi. Þetta er svolítið orðsporið hjá Drungilas, verðskuldað orðspor,“ sagði Helgi. „Hann er allt of oft í þessu. Þetta er örugglega bara áhyggjuefni fyrir Stólana,“ sagði Helgi. Inn á borði hjá aganefnd KKÍ Stefán Árni hefur heimildir fyrir því að aganefnd KKÍ sé með málið inn á sínu borði. „Það er víst þannig að ef þú ert með dómara á vegum KKÍ að dæma æfingarleik þá er hægt að setja menn í leikbann,“ sagði Stefán Árni. Ómari finnst það aftur á móti skrítið. Helgi ítrekaði áhyggjur sínar fyrir hönd Stólana. „Þegar ég segi að Stólarnir hafi áhyggjur af þessu þá er ég ekki að tala um að hann fái núna eitthvað smotterís bann. Ég held að það sé ekki áhyggjuatriðið. Áhyggjuatriðið er að mér skilst að þetta hafi bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að vera með þetta hangandi yfir sér. Drungilas er svona leikmaður sem er að dansa á línunni,“ sagði Helgi. Myndi dýrka að spila með honum „Ég elska hann, finnst hann frábær leikmaður og myndi dýrka að spila með honum. Það er pínu óþægilegt fyrir þá sem eru að stjórna þessu að þeir gætu misst hann í bann á skelfilegum tíma fyrir þá,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um olnbogaskot Drungilas
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira