Vill koma böndum á leigur eftir að hafa komið að stúlku í blóðpolli Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 15:06 Sólveig kom að stúlkunni liggjandi í blóði sínu miðsvæðis í Reykjavík. Móðurskipið/Vísir/Vilhelm Sólveig Arnarsdóttir leikkona kallar eftir því að slökkt verði á rafhlaupahjólum sem leigð eru út á kvöldin. Um helgina kom hún að meðvitundarlausri ungri stúlku sem lá í blóðpolli eftir að hafa dottið á rafhlaupahjóli. „Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust. Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Í gærnótt kom ég að alvarlegu hopphjólaslysi. Ung stúlka hafði misst stjórn á hjólinu og kastast beint á andlitið og lá köld og meðvitundarlaus í blóðpolli þegar ég kom að. Ég fékk mjög góðar leiðbeiningar og hjálp frá 112 og sjúkrabíll og lögregla komu fljótt á staðinn. Hún var mjög illa farin í andliti og komst ekki til meðvitundar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fyrst mínar og svo sjúkraflutningamanna,“ svo hófst færsla Sólveigar á Facebook í gær. Í samtali við Vísi segir Sólveig að hún hafi ákveðið að vekja athygli á málinu enda telji hún nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við og komi böndum á rafhlaupahjólaleigurnar. Hefur fengið holskeflu reynslusaga Sólveig segir að þeir lögreglumenn sem komu að útkallinu hafi sagt henni að slíkum útköllum færi sífellt fjölgandi. Þau séu sérlega algeng um helgar. Oftast sé um ungt fólk að ræða sem hljóti mjög alvarlega áverka á höfði og andliti, svo ekki sé talað um úlnliðs- og handleggsbrot. Þá hafi henni borist holskefla saga af reynslusögum fólks sem hefur ýmist lent í slysum á rafhlaupahjólum eða eiga aðstandendur sem hafa gert það. Sólveig áætlar að þær séu á fjórða tug. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum?“ Sólveig leggur til lausn á vandanum og kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við. „Hvernig stendur á því að ekki er slökkt á þessum hjólum á kvöldin, eins og gert er víða, til dæmis í Berlín og París? Það myndi breyta miklu og minnka slysatíðni svo um munar.“ Hún segir að ábyrgðin þurfi að vera hjá stjórnvöldum, ekki sé hægt að búast við því að rafhlaupahjólaleigurnar tvær, Hopp og Zolo, ákveði sjálfar að slökkva á hjólunum á kvöldin, enda sé ljóst að þónokkrar tekjur séu af leigu þeirra á kvöldin. Foreldrar ræði við unglingana sína Sólveig segir að þangað til böndum verður komið á leigurafhlaupahjólin sé mikilvægt að foreldrar eigi alvarlegt samtal við unglinga sína og ungmenni um að taka ekki rafhlaupahjól heim af djamminu. „Ég veit að unglingar vilja ekki alltaf hlusta á foreldra sína en það er hægt að brýna fyrir þeim. Ef þú ert að koma heim af djamminu, ekki nota þetta, finndu einhverja aðra leið. Ég held að flestir foreldrar vilji frekar að það sé hringt í sig um miðja nótt. Ef að unglingarnir vilja hitta foreldra sína um miðja nótt.“ Enginn átti leið hjá á fjörutíu mínútur Þá segir hún að sérstaklega mikilvægt sé að bæta ástandið áður en veturinn skellur á af fullum þunga. Hún hafi verið á svæðinu, þar sem slysið varð, í um það bil fjörutíu mínútur eftir að hún hjólaði fram á stúlkuna á leið sinni heim. Á þeim tíma hafi enginn annar en hún átt leið hjá. Því þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef annað eins gerðist að vetri til og enginn kæmi að. Loks segir Sólveig að hún hugsi hlýlega til stúlkunnar og voni af heilum hug að hún nái sér og að áverkarnir séu ekki jafnalvarlegir og þeir virtust.
Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira