Körfubolti

Clippers fá til sín leikstjórnanda í banni vegna kynferðisofbeldis

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Joshua Primo mun spila með Clippers á þessu tímabili eftir að hann tekur út leikbann.
Joshua Primo mun spila með Clippers á þessu tímabili eftir að hann tekur út leikbann.

Fyrrum leikstjórnandi San Antonio Spurs, Josh Primo, hefur verið dæmdur af NBA deildinni í fjögurra leikja bann vegna ásakana í hans garð um kynferðisofbeldi. Leikmaðurinn skrifaði svo undir samning við Los Angeles Clippers. 

Samningi leikmannsins var rift við byrjun síðasta tímabils eftir að fyrrverandi sálfræðingur félagsins steig fram og sagði frá því að Primo hafi margoft berað sig fyrir framan hana og sýnt óviðeigandi hegðun. 

NBA tilkynnti að sjálfstæð rannsókn á málinu hafi farið fram á þeirra vegum, niðurstaða málsins varð sú að leikmaðurinn sýndi „óviðeigandi hegðun“ sem „skaðaði ímynd deildarinnar“og ákvörðun tekin um að dæma leikmanninn í fjögurra leikja bann. 

Josh Primo var 12. í röð nýliðavalsins 2021 en spilaði aðeins 54 leiki fyrir liðið og hefur ekki spilað síðan málið kom upp. Hann hefur leitað sér sálfræðiaðstoðar í kjölfarið og mun halda því áfram í Los Angeles þar sem hann skrifaði undir hjá Clippers á dögunum. 

Clippers liðið hefur verið í samskiptum við Josh Primo síðustu mánuði og ráðfærði sig við kvenkyns starfsmenn innan félagsins áður en skrifað var undir. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×