„Maður verður bara að halda áfram“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. september 2023 23:10 Dagur Árni átti frábæran leik í kvöld S2 Sport Dagur Árni Heimisson skoraði sex mörk fyrir KA sem vann dramatískan eins marks sigur á Stjörnunni í fjórðu umferð Olís-deildar karla á Akureyri í kvöld. Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti