Lygarinn, ég? Jón Ármann Steinsson skrifar 26. september 2023 15:00 Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30 Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF.
Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30
Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun