Finnur Freyr: Nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 21:31 Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Kristófer átti frábæran leik hjá Val með 18 stig og 17 fráköst. Vísir Bára Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ánægður með sigur sinna manna gegn Tindastóli í Meistarakeppni KKÍ. „Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“ Valur Tindastóll Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
„Bara sitt lítið af hverju,“ sagði Finnur Freyr aðspurður hvað Valsmenn hefðu gert vel til að vinna Tindastól fyrir norðan. „Við gerðum ágætlega að spila vörn heilt yfir. Þegar við vorum að hreyfa boltann vel og sækja á þá vorum við að skapa okkur skot allan leikinn.“ Valsmenn náðu að halda tempóinu aðeins niðri í leiknum en Finnur var þó ekki endilega á því að það væri leikur Vals frekar en Stólanna. „Ég veit ekki um okkar leik eða þennan. Þetta var jafn leikur. Mér fannst við gera það sem við gerðum oft illa í fyrra, að koma út úr hálfleiknum, gera það vel. Mér fannst þeir vera að halda sér inni í leiknum á óþarfa körfum sem Þórir var að skora og einhverjum mjúkum villum í skotum. Mér fannst mikið af óþarfa vítum sem þeir voru að fá, bæði lélegt af okkur og svo var eitthvað verið að jafna dómgæsluna frá því í fyrri hálfleik.“ Valsmenn eru í meiðslavandræðum og til að mynda voru bæði Kári Jónsson og Ástþór Svalason í borgaralegum klæðum á varamannabekknum. Finnur Freyr hrósaði Daða Lár Jónssyni sérstaklega. „Sterkt að koma inn og ég er virkilega ánægður með Daða Lár hvernig hann stígur inn í bakvarðastöðuna í fjarveru allra hinna bakvarðanna. Kristinn Pálsson náttúrulega, mjög flott fyrsta framminstaða hans í Valsbúningnum,“ en Kristinn átti frábæran leik í kvöld og var stigahæstur Valsmanna. Hann kom til liðsins fyrir tímabilið. „Eins og þú veist þá vantar helling í bakvarðasveitina okkar. Það er styrkur okkar að við höfum verið að spila án manna og verið að prófa okkur áfram. Þó þetta sé mikið til sama lið og í fyrra þá eru að koma nýir strákar inn, nýir möguleikar og nýir hlutir sem þróa liðið aðeins og breyta því.“ Hann sagði gott að verja Meistarabikarinn þó hann sagði álit fólks á honum mismunandi. „Allavega titill í dag. Týpískur titill sem maður talar vel um þegar maður vinnur hann en spilar hann niður þegar maður tapar. Gott að ná að verja þennan eftir að hafa unnið hann líka í fyrra.“
Valur Tindastóll Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira