Ánægður með sigurkörfuna: „Hjalti má hafa sína skoðun“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 20. september 2023 22:46 Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka. Vísir/Diego Haukar unnu Val í hörkuskemmtilegum leik þar sem titilinn meistari meistaranna var undir. Bikarmeistararnir í Haukum voru lengstum með yfirhöndina en voru einu stigi undir þegar tvær sekúndur voru eftir. Keira Robinson reyndist hetja gestanna í Origo höllinni með því að skora flautukörfu og tryggja Haukum sigurinn. „Það er gaman að vinna þennan leik, spennandi leikur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var til viðtals á undan Bjarna og var hann á því að sigurkarfan hefði ekki átt að standa, tíminn hefði átt að vera runninn út. Bjarni var spurður hvort hann hefði haldið að leikurinn hefði verið tapaður þegar Valur komst yfir og tvær sekúndur voru eftir. „Nei nei, það voru tvær sekúndur eftir. Við gerðum okkur dálítið erfitt fyrir á síðustu mínútunum. Mér fannst við vera komnar með leikinn, en svo komu lélegar villur og misskilningur hér og þar. Við áttum tvær sekúndur eftir og fyrsti kostur heppnaðist. Ánægjulegt að sjá boltann fara ofan í.“ Bjarni fékk að heyra álit Hjalta á körfunni. „Dómararnir skoðuðu þetta, ég ætla ekki að segja hvort þetta var ólöglegt eða ekki. Á tveimur sekúndum geturðu dripplað boltanum og sótt á körfuna. Hún greip og dripplaði. Þeir kíktu á þetta þannig þetta er pottþétt karfa. Hjalti má hafa sína skoðun, allt í góðu.“ Þessi titill var sá fyrsti sem er í boði í vetur. Er stefnan hjá Haukum að sækja hina þrjá? „Við ætlum að reyna sækja hinar dollurnar. En manstu hver var meistari meistaranna í fyrra?“ spurði Bjarni og vildi ekki gera of mikið úr því að hafa unnið þennan titil. „Það er ánægjulegt að vinna, þetta er hluti af undirbúningstímabilinu, við eigum langt í land á báðum endum en alltaf gott að fá sigur. Að klára svona augnablik hjálpar til og fer í reynslubankann. Nú er bara að hittast á föstudaginn og undirbúa fyrsta leik í deild á þriðjudaginn.“ Átti ekki að vera á skýrslu Helena Sverrisdóttir var á skýrslu en kom þó ekki við sögu. Hver er staðan á henni? „Hún átti ekki að vera á skýrslu, hún er ekki að fara spila strax. Hún er búin að spila aðeins fimm á fimm með okkur á hálfum velli. Hún má ekki hlaupa, þarf að ná ákveðnum styrk upp í fætinum áður. Við erum bjartsýn á að hún geti komið inn seinna á tímabilinu, en við þurfum að vera þolinmóðar. Það er vonandi að við sjáum hana á parketinu þegar líða tekur á tímabilið.“ Bjarni var ánægður með nýja finnska leikmanninn, Kaisu Kuisma. Hún er leikmaður sem er með reynslu úr finnsku deildinni og kæmi til með að styrkja liðið. Ánægjulegt að sjá gömlu vinina aftur Það hefur verið umræða um dómara í íslenska körfuboltaheiminum. Dómarar hafa verið í verkfalli en þrír slíkir voru mættir að dæma leikinn í kvöld. Var gott að sjá þá aftur? „Geggjað, ég sagði það einmitt við þá. Mér heyrðist að það ætti að skrifa undir á morgun. Það er frábært, búið að vera leiðindamál. Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa gömlu vini okkar mæta á parketið og flauta þetta vel.“ Bjarni var hreinskilinn í viðtalinu fyrir leik þegar hann var spurður hvort það hefði alltaf staðið til að hann yrði áfram þjálfari Hauka eftir síðasta tímabil. Hann talaði um þreytu en svo hafi körfuboltafíknin kallað á hann og hann verið klár í að taka slaginn áfram. Hvað er það sem er svona skemmtilegt við körfuboltann að það náði að fá þig til að halda áfram? „Ég er búinn að vera í kringum körfubolta síðan ég var pjakkur. Ég hef tekið mér hvíld einhvern tímann áður. Félagsskapurinn, að leggja eitthvað upp, sjá eitthvað þróast, mikið af skemmtilegu fólki í kringum þetta... það er bara svo margt. Þetta er búið að vera líf mitt síðan ég var pjakkur, búinn að vera þjálfa meira og minna síðan 2008 og þetta er orðið hluti af heimilislífinu líka; fjölskyldan tekur þátt í þessu, annars væri þetta ekki hægt. Það er mjög gaman að vera kominn á parketið aftur og ég hlakka til að kljást við þetta verkefni í vetur,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
„Það er gaman að vinna þennan leik, spennandi leikur,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var til viðtals á undan Bjarna og var hann á því að sigurkarfan hefði ekki átt að standa, tíminn hefði átt að vera runninn út. Bjarni var spurður hvort hann hefði haldið að leikurinn hefði verið tapaður þegar Valur komst yfir og tvær sekúndur voru eftir. „Nei nei, það voru tvær sekúndur eftir. Við gerðum okkur dálítið erfitt fyrir á síðustu mínútunum. Mér fannst við vera komnar með leikinn, en svo komu lélegar villur og misskilningur hér og þar. Við áttum tvær sekúndur eftir og fyrsti kostur heppnaðist. Ánægjulegt að sjá boltann fara ofan í.“ Bjarni fékk að heyra álit Hjalta á körfunni. „Dómararnir skoðuðu þetta, ég ætla ekki að segja hvort þetta var ólöglegt eða ekki. Á tveimur sekúndum geturðu dripplað boltanum og sótt á körfuna. Hún greip og dripplaði. Þeir kíktu á þetta þannig þetta er pottþétt karfa. Hjalti má hafa sína skoðun, allt í góðu.“ Þessi titill var sá fyrsti sem er í boði í vetur. Er stefnan hjá Haukum að sækja hina þrjá? „Við ætlum að reyna sækja hinar dollurnar. En manstu hver var meistari meistaranna í fyrra?“ spurði Bjarni og vildi ekki gera of mikið úr því að hafa unnið þennan titil. „Það er ánægjulegt að vinna, þetta er hluti af undirbúningstímabilinu, við eigum langt í land á báðum endum en alltaf gott að fá sigur. Að klára svona augnablik hjálpar til og fer í reynslubankann. Nú er bara að hittast á föstudaginn og undirbúa fyrsta leik í deild á þriðjudaginn.“ Átti ekki að vera á skýrslu Helena Sverrisdóttir var á skýrslu en kom þó ekki við sögu. Hver er staðan á henni? „Hún átti ekki að vera á skýrslu, hún er ekki að fara spila strax. Hún er búin að spila aðeins fimm á fimm með okkur á hálfum velli. Hún má ekki hlaupa, þarf að ná ákveðnum styrk upp í fætinum áður. Við erum bjartsýn á að hún geti komið inn seinna á tímabilinu, en við þurfum að vera þolinmóðar. Það er vonandi að við sjáum hana á parketinu þegar líða tekur á tímabilið.“ Bjarni var ánægður með nýja finnska leikmanninn, Kaisu Kuisma. Hún er leikmaður sem er með reynslu úr finnsku deildinni og kæmi til með að styrkja liðið. Ánægjulegt að sjá gömlu vinina aftur Það hefur verið umræða um dómara í íslenska körfuboltaheiminum. Dómarar hafa verið í verkfalli en þrír slíkir voru mættir að dæma leikinn í kvöld. Var gott að sjá þá aftur? „Geggjað, ég sagði það einmitt við þá. Mér heyrðist að það ætti að skrifa undir á morgun. Það er frábært, búið að vera leiðindamál. Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa gömlu vini okkar mæta á parketið og flauta þetta vel.“ Bjarni var hreinskilinn í viðtalinu fyrir leik þegar hann var spurður hvort það hefði alltaf staðið til að hann yrði áfram þjálfari Hauka eftir síðasta tímabil. Hann talaði um þreytu en svo hafi körfuboltafíknin kallað á hann og hann verið klár í að taka slaginn áfram. Hvað er það sem er svona skemmtilegt við körfuboltann að það náði að fá þig til að halda áfram? „Ég er búinn að vera í kringum körfubolta síðan ég var pjakkur. Ég hef tekið mér hvíld einhvern tímann áður. Félagsskapurinn, að leggja eitthvað upp, sjá eitthvað þróast, mikið af skemmtilegu fólki í kringum þetta... það er bara svo margt. Þetta er búið að vera líf mitt síðan ég var pjakkur, búinn að vera þjálfa meira og minna síðan 2008 og þetta er orðið hluti af heimilislífinu líka; fjölskyldan tekur þátt í þessu, annars væri þetta ekki hægt. Það er mjög gaman að vera kominn á parketið aftur og ég hlakka til að kljást við þetta verkefni í vetur,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira