Vindmyllur á Íslandi Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 20. september 2023 07:01 Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum. Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt: Léleg og óörugg raforkuframleiðsla Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 10-15 ár Mikil hávaðamengun Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja. Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta. Höfundur er arkitekt FAÍ. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar