Skoðun

Vindmyllur á Íslandi

Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum.

Það er samt gott að staldra við og kanna hvaða möguleikar henta best.

Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindmyllugarða m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindmyllugarða á hafi úti hefur aukist. Mótstaðan landsmanna við vindmyllugörðunum hefur aukist af sama skapi. Ástæðan er margþætt:

 1. Léleg og óörugg raforkuframleiðsla
 2. Óvistvænar vindmyllur úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta
 3. Endingartími aðeins um 10-15 ár
 4. Mikil hávaðamengun
 5. Mikil sjónmengun
 6. Hafa neikvæð áhrif á fuglalíf
 7. Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði
 8. Möguleg breyting á staðbundnu veðurfari
 9. Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, með eignarhaldið (Noregur)
 10. Lítil sem engin atvinnusköpun
 11. Mikil neikvæð áhrif á dýralíf á svæðum þar sem vindmyllugarðar rísa
 12. Engin vitneskja um áhrif hafvindmylla á sjávarlíf

Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að hámarki næst um 24% nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindmyllum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Svo mætti lengi telja.

Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru.

Þann 20. september kl. 9:00, verður haldin ráðstefna á Hótel Reykjavík Grand. Ráðstefnan er á vegum KPMG og nefnist „Með vindinn í fangið“. Hvet áhugasama að mæta.

Höfundur er arkitekt FAÍ.


Lesefni fyrir áhugasama:

Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no)

Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se)

Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no)

(47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTubeAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.