Körfubolti

Vegleg umfjöllun um Subway deild kvenna í vetur: Hallveig nýr sérfræðingur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallveig Jónsdóttir er nýr sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds.
Hallveig Jónsdóttir er nýr sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds. vísir/hulda margrét

Að vanda verður Stöð 2 Sport með veglega umfjöllun um Subway deild kvenna í vetur. Íslandsmeistari kemur inn í sérfræðingateymið.

Tveir leikir verða sýndir í beinni útsendingu í hverri umferð í vetur, annar á þriðjudögum og hinn á miðvikudögum. Ítarleg umfjöllun verður í kringum miðvikudagsleikinn.

Eftir miðvikudagsleikinn verður Subway Körfuboltakvöld á dagskrá, jafnan klukkan 21:10. Þar verður umferðin gerð upp af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport.

Eins og í fyrra stýrir Hörður Unnsteinsson Subway Körfuboltakvöldi og Bryndís Guðmundsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir Woods snúa aftur sem sérfræðingar.

Þá kemur Hallveig Jónsdóttir inn í sérfræðingateymið. Hún lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val á síðasta tímabili.

Keppni í Subway deild kvenna hefst á þriðjudaginn eftir viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×