„Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. september 2023 21:20 Jóhann Berg Guðmundsson var með fyrirliðabandið í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
„Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira