Lífið samstarf

Milljón krónum ríkari eftir örlagaríka verslunarferð

Nói Síríus
Aron Brynjólfsson glaðbeittur ásamt Þóreyju Úlfarsdóttur, verslunarstjóra Krónunnar í Norðurhellu, og Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa Síríus.
Aron Brynjólfsson glaðbeittur ásamt Þóreyju Úlfarsdóttur, verslunarstjóra Krónunnar í Norðurhellu, og Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa Síríus.

Hann Aron Brynjólfsson heimsótti nýverið Krónuna í Norðurhellu og mun væntanlega seint sjá eftir þeirri ferð. Þar keypti hann nefnilega tvo poka af Nóa Kroppi og tók þátt í Milljónaleik þessa vinsæla sælgætis. Og viti menn, Aron varð sá heppni og vann heila milljón í boði Nóa Kropps.

„Ertu ekki að grínast? Ég trúi þessu ekki,“ voru fyrstu viðbrögð Arons þegar Sigga Lund hringdi í hann og tilkynnti honum um vinninginn í beinni útsendingu á Bylgjunni. Hann sannfærðist þó að lokum og fer án efa glaður inn í haustið, milljóninni ríkari. Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, hitti Aron svo í Krónuversluninni þar sem innkaupin örlagaríku áttu sér stað og afhenti honum vinninginn.

Hlustaðu á Siggu Lund færa Aroni gleðifréttirnar hér.

Klippa: Milljónaleikur Nóa Síríus

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.