Sannleikurinn sagna bestur, Björgvin Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 7. september 2023 11:32 Það er afar einfalt að svara grein þinni Björgvin og alvarlegum ásökunum þínum í minn garð. Þú fullyrðir í grein þinni að hafa ekki undir nokkrum kringumstæðum átt þátt að þeim málum, né var þér kunnugt um þau. Þarna ertu væntanlega að vísa í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Og heldur því fram að þau brot sem skýrslan lýsir, og Eimskip hefur gengist við, nái einungis yfir tímabilið frá 2008 til 2013. Það er rangt. Skýrslan lýsir ólögmætu samráði yfir mun lengri tíma eða frá árinu 2001 og lýsir grófum brotum skipafélaganna á flestum sviðum flutningsþjónustu, einnig grófum brotum skipafélaganna í Hollandi sem náðu yfir tímabilið 2006 til 2009. Og voru skipafélögin sektuð vegna málsins af samkeppnisyfirvöldum í Hollandi. Þá vil ég benda þér á skýrsluna þar sem skoðun SKE á umfangsmiklum samkeppnislagabrotum Samskipa og Eimskipa gerir grein fyrir þessum brotum á þeim tíma sem þú starfaðir hjá Samskipum og er þeim lýst eftirfarandi. • Verðsamráð og markaðsskipting milli Samskipa og Eimskips í Hollandi sem var m.a. til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi.• Samráð í sjóflutningum milli Íslands og annarra ríkja. • Samráð í landflutningum á Norðurlandi. • Samráð í skipaafgreiðslu. Þannig sýna gögn málsins að samráðið hafi staðið yfir, að minnsta kosti, frá árinu 2001. En alvarlegustu brotin hafist í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Nú veit ég ekki hvað þú veist Björgvin og skal leyfa þér að njóta vafans þar um. En það liggur fyrir að þú varst lykilstjórnandi hjá Samskipum á þessum tíma og ásakanir mínar í þinn garð eru ekki léttvægar en engu að síður teknar beint upp úr skýrslu SKE. Ef þú ert ósáttur við að vegið sé að mannorði þínu þá bendi ég þér á Samkeppniseftirlitið. Það er þeirra að veita þér uprreist æru. Ef þér finnst þau brot sem Samkeppniseftirlitið lýsir frá 2001 það léttvæg að þau skipti ekki máli, framin á þeim tíma sem þú varst lykilstjórnandi hjá Samskipum, þá verðum við að vera ósammála þar. Það getur auðvitað verið mat hvers og eins hversu alvarlegt brot þarf að vera til að teljast vera brot en í mínum huga er löbrot, lögbrot. Og svindl er svindl. Eins og samkeppniseftirlitið lýsir þessu frá 2008 þá er talað um aukið samráð eða aukið brot, aukið svindl. En hér er þessu lýst og er bein tilvitnun úr samantekt samkeppniseftirlitsins: Ákvörðun um aukið samráð. 35. Gögn málsins sýna að Samskip og Eimskip höfðu a.m.k. frá árinu 2001 átt í tilteknu ólögmætu samráði, en alvarlegustu brot þessa máls hófust í aðdraganda efnahagshrunsins á árinu 2008. Þann 6. júní 2008 funduðu aðaleigandi Samskipa, forstjóri Samskipa, formaður stjórnar Eimskips og nýr forstjóri Eimskips í húsakynnum fjárfestingarfélags aðaleiganda Samskipa, Kjalars. Á þessum fundi ákváðu Samskip og Eimskip að hefja verkefni sem fyrirtækin nefndu „Nýtt upphaf“. Þetta verkefni hafði það að markmiði að raska samkeppni í skilningi 10. gr. samkeppnislaga og var ólögmætt. 36. Tilgangur verkefnisins var að kanna ábata fyrirtækjanna af því að „auka“ ólögmætt samráð fyrirtækjanna sem þá var fyrir hendi. Það samráð sem var þegar fyrir hendi í júní 2008 var m.a. eftirfarandi: Verðsamráð og markaðsskipting milli Samskipa og Eimskips í Hollandi sem var m.a. til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi. Sjá skýringu neðar. Samráð í sjóflutningum milli Íslands og annarra ríkja. Samráð í landflutningum á Norðurlandi. Samráð í skipaafgreiðslu. https://www.samkeppni.is/media/almennar-myndir/Bindi-1_AN-trunadar.pdf Skýring á brotum í Hollandi. Samskip og Eimskip ráku frystigeymslur í Hollandi sem m.a. voru notaðar í tengslum við flutninga til og frá Íslandi. Eftir húsleit hjá Samskipum, Eimskip og tveimur öðrum fyrirtækjum lagði hollenska samkeppniseftirlitið sekt á fyrirtækin vegna ólögmæts samráðs á frystigeymslumarkaðnum þar í landi á árunum 2006-2009. Eimskip ákvað að una niðurstöðu hollenska samkeppniseftirlitsins en Samskip ekki. Í júlí 2022 staðfesti héraðsdómur Rotterdam niðurstöðu hollenska samkeppniseftirlitsins um þátttöku Samskipa í þessu ólögmæta samráði og að álögð sekt fyrirtækisins hafi verið hæfileg í ljósi þess að brot þess voru alvarleg. Í fréttatilkynningu hollenska eftirlitsins sagði m.a. þetta um brotin: „Between 2006 and 2009, the companies that have been fined distorted competition in various ways. Anticompetitive arrangements have been discovered in various emails. Competition-sensitive information was frequently exchanged. For example, the managers informed each other about the price for food storage. They also told each other the current utilization rates of their storage facilities, and thus whether or not they were looking for jobs. Sometimes they made arrangements about who would get which customer or about what price increase would be passed on. Also, arrangements were made about bids to potential clients, which meant that it was clear in advance who would get the job.“ Að lokum er það þitt að meta hvort þú sért hæfur til að sitja sem stjórnarformaður þriðja stærsta lífeyrissjóðs landsins og hvort þú sért of tengdur málinu til að aðhafast frekar fyrir hönd sjóðsins þar sem lífeyrissjóðurinn sem þú stýrir er meðal stærstu eigenda Eimskips. Ég veit að við verlsunarfólk munum gera kröfu um viðbrögð okkar stjórnenda í Lífeyrissjóði verslunarmanna vegna málsins og ég geri ráð fyrir því að sjóðfélagar Gildis muni gera slíkt hið sama. Ég stend við það sem ég hef skrifað um málið og legg til að þú farir með meintar rangfærslur mínar fyrir dómstóla því þangað mun ég glaður mæta og standa fyrir máli mínu. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Lífeyrissjóðir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það er afar einfalt að svara grein þinni Björgvin og alvarlegum ásökunum þínum í minn garð. Þú fullyrðir í grein þinni að hafa ekki undir nokkrum kringumstæðum átt þátt að þeim málum, né var þér kunnugt um þau. Þarna ertu væntanlega að vísa í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Og heldur því fram að þau brot sem skýrslan lýsir, og Eimskip hefur gengist við, nái einungis yfir tímabilið frá 2008 til 2013. Það er rangt. Skýrslan lýsir ólögmætu samráði yfir mun lengri tíma eða frá árinu 2001 og lýsir grófum brotum skipafélaganna á flestum sviðum flutningsþjónustu, einnig grófum brotum skipafélaganna í Hollandi sem náðu yfir tímabilið 2006 til 2009. Og voru skipafélögin sektuð vegna málsins af samkeppnisyfirvöldum í Hollandi. Þá vil ég benda þér á skýrsluna þar sem skoðun SKE á umfangsmiklum samkeppnislagabrotum Samskipa og Eimskipa gerir grein fyrir þessum brotum á þeim tíma sem þú starfaðir hjá Samskipum og er þeim lýst eftirfarandi. • Verðsamráð og markaðsskipting milli Samskipa og Eimskips í Hollandi sem var m.a. til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi.• Samráð í sjóflutningum milli Íslands og annarra ríkja. • Samráð í landflutningum á Norðurlandi. • Samráð í skipaafgreiðslu. Þannig sýna gögn málsins að samráðið hafi staðið yfir, að minnsta kosti, frá árinu 2001. En alvarlegustu brotin hafist í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Nú veit ég ekki hvað þú veist Björgvin og skal leyfa þér að njóta vafans þar um. En það liggur fyrir að þú varst lykilstjórnandi hjá Samskipum á þessum tíma og ásakanir mínar í þinn garð eru ekki léttvægar en engu að síður teknar beint upp úr skýrslu SKE. Ef þú ert ósáttur við að vegið sé að mannorði þínu þá bendi ég þér á Samkeppniseftirlitið. Það er þeirra að veita þér uprreist æru. Ef þér finnst þau brot sem Samkeppniseftirlitið lýsir frá 2001 það léttvæg að þau skipti ekki máli, framin á þeim tíma sem þú varst lykilstjórnandi hjá Samskipum, þá verðum við að vera ósammála þar. Það getur auðvitað verið mat hvers og eins hversu alvarlegt brot þarf að vera til að teljast vera brot en í mínum huga er löbrot, lögbrot. Og svindl er svindl. Eins og samkeppniseftirlitið lýsir þessu frá 2008 þá er talað um aukið samráð eða aukið brot, aukið svindl. En hér er þessu lýst og er bein tilvitnun úr samantekt samkeppniseftirlitsins: Ákvörðun um aukið samráð. 35. Gögn málsins sýna að Samskip og Eimskip höfðu a.m.k. frá árinu 2001 átt í tilteknu ólögmætu samráði, en alvarlegustu brot þessa máls hófust í aðdraganda efnahagshrunsins á árinu 2008. Þann 6. júní 2008 funduðu aðaleigandi Samskipa, forstjóri Samskipa, formaður stjórnar Eimskips og nýr forstjóri Eimskips í húsakynnum fjárfestingarfélags aðaleiganda Samskipa, Kjalars. Á þessum fundi ákváðu Samskip og Eimskip að hefja verkefni sem fyrirtækin nefndu „Nýtt upphaf“. Þetta verkefni hafði það að markmiði að raska samkeppni í skilningi 10. gr. samkeppnislaga og var ólögmætt. 36. Tilgangur verkefnisins var að kanna ábata fyrirtækjanna af því að „auka“ ólögmætt samráð fyrirtækjanna sem þá var fyrir hendi. Það samráð sem var þegar fyrir hendi í júní 2008 var m.a. eftirfarandi: Verðsamráð og markaðsskipting milli Samskipa og Eimskips í Hollandi sem var m.a. til þess fallið að hafa skaðleg áhrif á útflutning á sjávarafurðum frá Íslandi. Sjá skýringu neðar. Samráð í sjóflutningum milli Íslands og annarra ríkja. Samráð í landflutningum á Norðurlandi. Samráð í skipaafgreiðslu. https://www.samkeppni.is/media/almennar-myndir/Bindi-1_AN-trunadar.pdf Skýring á brotum í Hollandi. Samskip og Eimskip ráku frystigeymslur í Hollandi sem m.a. voru notaðar í tengslum við flutninga til og frá Íslandi. Eftir húsleit hjá Samskipum, Eimskip og tveimur öðrum fyrirtækjum lagði hollenska samkeppniseftirlitið sekt á fyrirtækin vegna ólögmæts samráðs á frystigeymslumarkaðnum þar í landi á árunum 2006-2009. Eimskip ákvað að una niðurstöðu hollenska samkeppniseftirlitsins en Samskip ekki. Í júlí 2022 staðfesti héraðsdómur Rotterdam niðurstöðu hollenska samkeppniseftirlitsins um þátttöku Samskipa í þessu ólögmæta samráði og að álögð sekt fyrirtækisins hafi verið hæfileg í ljósi þess að brot þess voru alvarleg. Í fréttatilkynningu hollenska eftirlitsins sagði m.a. þetta um brotin: „Between 2006 and 2009, the companies that have been fined distorted competition in various ways. Anticompetitive arrangements have been discovered in various emails. Competition-sensitive information was frequently exchanged. For example, the managers informed each other about the price for food storage. They also told each other the current utilization rates of their storage facilities, and thus whether or not they were looking for jobs. Sometimes they made arrangements about who would get which customer or about what price increase would be passed on. Also, arrangements were made about bids to potential clients, which meant that it was clear in advance who would get the job.“ Að lokum er það þitt að meta hvort þú sért hæfur til að sitja sem stjórnarformaður þriðja stærsta lífeyrissjóðs landsins og hvort þú sért of tengdur málinu til að aðhafast frekar fyrir hönd sjóðsins þar sem lífeyrissjóðurinn sem þú stýrir er meðal stærstu eigenda Eimskips. Ég veit að við verlsunarfólk munum gera kröfu um viðbrögð okkar stjórnenda í Lífeyrissjóði verslunarmanna vegna málsins og ég geri ráð fyrir því að sjóðfélagar Gildis muni gera slíkt hið sama. Ég stend við það sem ég hef skrifað um málið og legg til að þú farir með meintar rangfærslur mínar fyrir dómstóla því þangað mun ég glaður mæta og standa fyrir máli mínu. Höfundur er formaður VR.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun