Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2023 07:00 Alexander Petersson leikur með Val í Olís-deildinni í vetur. Vísir Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira