Einkafíllinn Skúli Helgason skrifar 5. september 2023 19:00 Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil. Því til viðbótar er svo lykilatriði máls sem merkilega lítið hefur verið í opinberu umræðunni – í raun og veru fíllinn í herberginu - sem er hvorki meira né minna en stærsta viðfangsefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir sem er glíman við alvarlegan loftslagsvanda sem ógnar framtíð mannkyns og lífríki jarðarinnar um leið.Tengingin við loftslagsmálin er skrifuð inn í samgöngusáttmálann sem eitt af fjórum meginmarkmiðum hans. Nánar tiltekið segir í sáttmálanum að markmið hans sé m.a. að: Stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum ríkis og sveitarfélaga um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum, bættum innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta. Upp með sokkana! Ísland stendur sig ekki vel í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsvandanum – háleit markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegundir hafa ekki náðst og aðgerðaáætlanir reynst óraunhæfar. Ísland hefur neyðst til að verja milljörðum króna í að kaupa losunarheimildir frá útlöndum – einskonar aflátsbréf sem kosta fúlgur fjár og gera ekkert nema fresta vandanum eða öllu heldur fresta því að við grípum til raunverulegra aðgerða til að snúa blaðinu við. Í skýrslu um loftslagsstefnu Samtaka sveit á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í sumar kemur fram að yfir helmingur af losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu nánar tiltekið 58% á upptök sín í vegasamgöngum m.v. síðustu mælingar. Samgöngusáttmálinn er mikilvæg tilraun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með borgina í broddi fylkingar annars vegar og ríkisins hins vegar til að finna lausn sem snýr loftslagsvörn í sókn fyrir sjálfbærari samgöngum þar sem hlutur almenningssamgangna og annarra vistvænna samgöngumáta er aukinn á kostnað bílaumferðar. Ekki þannig að einkabílnum verði ýtt alfarið út í skurð fjarri því en að hlutdeild hans minnki úr 76% niður í 64% árið 2030 skv. markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en markmið okkar í borginni eru að ná hlutdeildinni niður í 58% á tímabilinu skv. aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er nú öll aðförin að einkabílnum og valkosturinn er auðvitað að ef þetta gengur ekki eftir sitja menn áfram fastir í sínum einkabíl í umferðinni á álagstímum því bílunum fjölgar áfram hratt í takt við óvenju mikla fólksfjölgun á svæðinu. Valkostirnir Við getum verið þeirrar skoðunar að samgöngusáttmálinn sé of lítið skref í rétta átt og það má vel halda því fram að við séum ekki að horfast í augu við vandann sem er alltof mikil bílaumferð og alltof margir bílar á götum höfuðborgarsvæðisins en sáttmálinn er engu að síður vænlegasta lausnin sem við höfum í augnablikinu. Valkostirnir við samgöngusáttmálann eru í raun bara tveir: annars vegar að stinga hausnum í sandinn, afneita loftslagsvandanum og neita að breyta rótgrónum venjum í samgöngumálum. Vissulega eru ýmsir fastir í ístaðinu í þeim efnum og vilja keyra áfram sinn bensín og díselbíl helst á nagladekkjum en sú stefna keyrir samfélagið okkar út í skurð og getur ekki ráðið för hjá ábyrgum stjórnvöldum. Hinn valkosturinn er miklu meiri róttækni, bann við bílaumferð á tilteknum svæðum t.d. í miðborginni, skattar á bensínbíla og díselbíla, skattar á umferð í miðborg eins og borgarstjórnin í London kynnti á dögunum o.sfrv. Því miður taka góðir hlutir gjarnan of langan tíma hér á landi og það voru vonbrigði að Frv. ríkisstjórnar um flýti og umferðargjöld sem átti að leggja fram á Alþingi í vor var frestað – fram á haust hið minnsta. En er ekki þróunin í rétta átt – eru ekki rafmagnsbílarnir að taka við af bensínhákunum? Vissulega jákvætt að nýskráningum rafmagnsbíla hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og þeir eru mun meira áberandi í umferðinni nú þessi misserin. En því miður er sú þróun alltof hægfara ef heildarmyndin er skoðuð. Skráð ökutæki eru 430 þúsund í landinu og þar af eru bensín og díselbílar um 330 þúsund eða 76%. Hlutur rafmagnsbíla er þrátt fyrir verulega fjölgun undanfarin ár enn þá hverfandi í bílaflotanum í heild 5,6% og tengiltvinnbílar 5,1% til viðbótar. Beitt hefur verið jákvæðum hvötum til að fjölga rafmagnsbílum en þeir hvatar hverfa úr kerfinu um næstu áramót skv. stefnu ríkisstjórnarinnar. Hvað tekur þá við er alveg óljóst. Áhyggjurefni að afturkippur verði í orkuskiptum í vegasamgöngum ef svo fer fram sem horfir. En auðvitað þurfum við að hafa í huga að rafmagnsbílar taka sama pláss á götunum eins og bensínbílar og reyna því verulega á innviði samgöngukerfisins þó þeir séu sannarlega góður kostur til að draga úr mengun. Stórt skref í rétta átt Í hnotskurn er staðan þessi – samgöngusáttmálinn er besta leiðin sem við höfum til að bregðast við alvarlegri stöðu í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Við þurfum að ná saman um alvöru aðgerðir til að mæta loftslagsvandanum ekki leita að ódýrri útgönguleið sem sendir reikninginn til komandi kynslóða heldur mæta vandanum af kjarki með skynsemi í vegarnesti. Samgöngusáttmálinn er vissulega málamiðlun milli einkabílamenningar og vistvænni samgöngumáta – hann leysir ekki vandann einn og sér en hann er nauðsynlegt stórt skref í rétta átt og við eigum að sameinast um að styðja hann alla leið með nauðsynlegri uppfærslu á áætlunum um fjármögnun og framkvæmdir, sem nú stendur einmitt yfir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Samfylkingin Samgöngur Borgarlína Skúli Helgason Reykjavík Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil. Því til viðbótar er svo lykilatriði máls sem merkilega lítið hefur verið í opinberu umræðunni – í raun og veru fíllinn í herberginu - sem er hvorki meira né minna en stærsta viðfangsefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir sem er glíman við alvarlegan loftslagsvanda sem ógnar framtíð mannkyns og lífríki jarðarinnar um leið.Tengingin við loftslagsmálin er skrifuð inn í samgöngusáttmálann sem eitt af fjórum meginmarkmiðum hans. Nánar tiltekið segir í sáttmálanum að markmið hans sé m.a. að: Stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum ríkis og sveitarfélaga um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum, bættum innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta. Upp með sokkana! Ísland stendur sig ekki vel í mótvægisaðgerðum gegn loftslagsvandanum – háleit markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegundir hafa ekki náðst og aðgerðaáætlanir reynst óraunhæfar. Ísland hefur neyðst til að verja milljörðum króna í að kaupa losunarheimildir frá útlöndum – einskonar aflátsbréf sem kosta fúlgur fjár og gera ekkert nema fresta vandanum eða öllu heldur fresta því að við grípum til raunverulegra aðgerða til að snúa blaðinu við. Í skýrslu um loftslagsstefnu Samtaka sveit á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt var í sumar kemur fram að yfir helmingur af losun gróðurhúsalofttegunda á höfuðborgarsvæðinu nánar tiltekið 58% á upptök sín í vegasamgöngum m.v. síðustu mælingar. Samgöngusáttmálinn er mikilvæg tilraun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með borgina í broddi fylkingar annars vegar og ríkisins hins vegar til að finna lausn sem snýr loftslagsvörn í sókn fyrir sjálfbærari samgöngum þar sem hlutur almenningssamgangna og annarra vistvænna samgöngumáta er aukinn á kostnað bílaumferðar. Ekki þannig að einkabílnum verði ýtt alfarið út í skurð fjarri því en að hlutdeild hans minnki úr 76% niður í 64% árið 2030 skv. markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en markmið okkar í borginni eru að ná hlutdeildinni niður í 58% á tímabilinu skv. aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er nú öll aðförin að einkabílnum og valkosturinn er auðvitað að ef þetta gengur ekki eftir sitja menn áfram fastir í sínum einkabíl í umferðinni á álagstímum því bílunum fjölgar áfram hratt í takt við óvenju mikla fólksfjölgun á svæðinu. Valkostirnir Við getum verið þeirrar skoðunar að samgöngusáttmálinn sé of lítið skref í rétta átt og það má vel halda því fram að við séum ekki að horfast í augu við vandann sem er alltof mikil bílaumferð og alltof margir bílar á götum höfuðborgarsvæðisins en sáttmálinn er engu að síður vænlegasta lausnin sem við höfum í augnablikinu. Valkostirnir við samgöngusáttmálann eru í raun bara tveir: annars vegar að stinga hausnum í sandinn, afneita loftslagsvandanum og neita að breyta rótgrónum venjum í samgöngumálum. Vissulega eru ýmsir fastir í ístaðinu í þeim efnum og vilja keyra áfram sinn bensín og díselbíl helst á nagladekkjum en sú stefna keyrir samfélagið okkar út í skurð og getur ekki ráðið för hjá ábyrgum stjórnvöldum. Hinn valkosturinn er miklu meiri róttækni, bann við bílaumferð á tilteknum svæðum t.d. í miðborginni, skattar á bensínbíla og díselbíla, skattar á umferð í miðborg eins og borgarstjórnin í London kynnti á dögunum o.sfrv. Því miður taka góðir hlutir gjarnan of langan tíma hér á landi og það voru vonbrigði að Frv. ríkisstjórnar um flýti og umferðargjöld sem átti að leggja fram á Alþingi í vor var frestað – fram á haust hið minnsta. En er ekki þróunin í rétta átt – eru ekki rafmagnsbílarnir að taka við af bensínhákunum? Vissulega jákvætt að nýskráningum rafmagnsbíla hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og þeir eru mun meira áberandi í umferðinni nú þessi misserin. En því miður er sú þróun alltof hægfara ef heildarmyndin er skoðuð. Skráð ökutæki eru 430 þúsund í landinu og þar af eru bensín og díselbílar um 330 þúsund eða 76%. Hlutur rafmagnsbíla er þrátt fyrir verulega fjölgun undanfarin ár enn þá hverfandi í bílaflotanum í heild 5,6% og tengiltvinnbílar 5,1% til viðbótar. Beitt hefur verið jákvæðum hvötum til að fjölga rafmagnsbílum en þeir hvatar hverfa úr kerfinu um næstu áramót skv. stefnu ríkisstjórnarinnar. Hvað tekur þá við er alveg óljóst. Áhyggjurefni að afturkippur verði í orkuskiptum í vegasamgöngum ef svo fer fram sem horfir. En auðvitað þurfum við að hafa í huga að rafmagnsbílar taka sama pláss á götunum eins og bensínbílar og reyna því verulega á innviði samgöngukerfisins þó þeir séu sannarlega góður kostur til að draga úr mengun. Stórt skref í rétta átt Í hnotskurn er staðan þessi – samgöngusáttmálinn er besta leiðin sem við höfum til að bregðast við alvarlegri stöðu í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Við þurfum að ná saman um alvöru aðgerðir til að mæta loftslagsvandanum ekki leita að ódýrri útgönguleið sem sendir reikninginn til komandi kynslóða heldur mæta vandanum af kjarki með skynsemi í vegarnesti. Samgöngusáttmálinn er vissulega málamiðlun milli einkabílamenningar og vistvænni samgöngumáta – hann leysir ekki vandann einn og sér en hann er nauðsynlegt stórt skref í rétta átt og við eigum að sameinast um að styðja hann alla leið með nauðsynlegri uppfærslu á áætlunum um fjármögnun og framkvæmdir, sem nú stendur einmitt yfir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun