Vilja sæti við borðið: „Gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 11:31 Ísak Ernir Kristinsson er formaður samningsnefndar KKDÍ. Vísir/Steingrímur Dúi Körfuboltadómarar á Íslandi hafa lagt niður störf og munu ekki dæma meistaraflokksleiki þangað til að Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, mætir launakröfum þeirra. Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið Körfubolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Mikil samstaða er um málið meðal dómara en eftir um þriggja klukkustunda fund Körfknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, á föstudag var samþykkt einróma að leggja niður störf. Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar, segir ósættið að mestu stafa að því að KKÍ og félögin ákvarði laun dómara sem hafi litla rödd í slíkum viðræðum. „Við höfum verið samningslausir síðan 2014, í níu ár,“ sagði Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. „Þar áður höfðum við haft samninga sem við gerðum við félögin sem innihélt þessa þætti sem ég lýsti. Það er gríðarlegt ósætti í öllum dómarahópnum að við sem verktakastétt fáum rétt bara að hafa skoðun á því hvernig laun og kjör okkar eru. En okkur er ekki hleypt að borðinu með raunverulegum hætti til að fá að semja um kaup og kjör sem munu halda til lengri tíma.“ Hafna fyrirkomulagi KKÍ Hann segir ekkert hafa breyst undanfarin misseri, þrátt fyrir ákall dómarastéttarinnar. „Fyrir einu ári síðan vorum við á nákvæmlega sama stað. Við ákváðum að fara inn í tímabilið með góðri trú að sambandið ætlaði að semja við okkur. Það var samningur á borðinu í desember árið 2022 sem innihélt ekki gjaldskrá, en allt er varðar faglegu umgjörðina.“ „Þessi samningur var felldur með öllum greiddum atkvæðum félagsmanna KKDÍ í desember. KKÍ gaf út einhliða gjaldskrá og við höfnum því að þetta fyrirkomulag verði áfram við lýði að KKÍ ákveði hver verktakalaun verktakanna eru sem vinna vinnuna.“ Vilja ekki standa í vegi fyrir sókn körfuboltans Ísak ítrekar þó að þrátt fyrir að körfuboltadómarar landsins muni ekki dæma meistaraflokksleiki á næstunni sé það ekki þeirra vilji að standa í vegi fyrir þeirri sókn sem körfubolti á Íslandi hefur verið í seinustu ár. „Við höfum sett það líka fram í okkar kröfugerð að við viljum gera greinarmun á afreksstarfi og barna- og unglingastarfi. Körfuboltinn er í sókn og við erum hluti af körfuboltafjölskyldunni. Við erum ekki þriðji aðili út í bæ líkt og við upplifum með því að fá ekki samning sem innifelur okkar kjör.“ „Við viljum stuðla að því að körfuboltinn haldi áfram í sókn. Deildin hefur blómstrað undanfarin ár og úrslitakeppnin er algjörlega mögnuð. Ég segi bara semjum um kaup og kjör, aðbúnað og aðstöðu, og byrjum,“ sagði Ísak að lokum. Klippa: Vilja sæti við borðið
Körfubolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum