Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 21:56 Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti