Tvö til fjögur Sævar Þór Halldórsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun