Tvö til fjögur Sævar Þór Halldórsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun