Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð Jón Bjarni Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mygla Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun