Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 15:59 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Við Bubbi erum hins vegar ekki sammála um orsakir þessarar hnignunar íslenskunnar og ástæður þess að enskan er nú alltumlykjandi og af sumum notuð til jafns eða meira en íslenska. Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Einfaldlega rangt Þetta er allt saman einfaldlega rangt. Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Eflaust getur ferðaþjónustan gert betur, enda hefur undirrituð og fleiri undanfarið skorað á ferðaþjónustufyrirtæki að hafa íslenskuna ávallt í öndvegi og alltaf sem fyrsta mál. Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum. Það sem vel er gert Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku. Við höfum þó lagt áherslu á það að þetta fólk læri þó grunnorðaforða í þeirri starfsgrein, sem það starfar í og hefur það víða gengið ágætlega. Í íslenskri ferðaþjónustu starfar líka stór hópur innflytjenda, sem eru komnir til að vera og margir þeirra tala ágætis íslensku. Það er minna talað um það, en það sem miður fer. Vandinn liggur dýpra Ég hafna því því algjörlega að mesta hættan sem steðjar að íslenskunni séu skilti á ensku sums staðar og að það komi fyrir að Íslendingar neyðist til að tala ensku á veitingastöðum eða hótelum - þó ég vildi vissulega að það þyrfti ekki að koma fyrir. Vandinn á sér miklu dýpri rætur, sem hafa lítið með ferðaþjónustu eða atvinnulífið almennt að gera. Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu í dag, að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði í dag, að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum. Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar. Öll sem eitt Ég er sammála Bubba Morthens um að íslenskan sé límið sem bindur okkur öll saman og að við þurfum að spyrna gegn áhrifum enskunnar á málið okkar. En við skulum gera það með því að vinna saman – öll sem eitt – og benda kurteislega á það sem miður fer frekar en að ásaka meðborgara okkar og ráðast að rótum vandans, þar sem við erum líklegust til að ná árangri. Rætur vandans liggja ekki í auglýsingaskiltum á ensku eða því að þurfa stundum að panta kaffibolla á ensku í miðborg Reykjavíkur eða á Húsavík. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Við Bubbi erum hins vegar ekki sammála um orsakir þessarar hnignunar íslenskunnar og ástæður þess að enskan er nú alltumlykjandi og af sumum notuð til jafns eða meira en íslenska. Bubbi segir höfuðborgina vera þakta skiltum á ensku og að ALLIR veitingastaðir séu með ensku sem fyrsta mál og að það tali ENGINN íslensku á þessum stöðum. Hann segir ferðaiðnaðinn (sem heitir reyndar ferðaþjónusta) þurfa að taka sig saman í andlitinu, þar sem hún sé í hernaði gegn tungumálinu með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Einfaldlega rangt Þetta er allt saman einfaldlega rangt. Vissulega eru skilti á ensku á Laugaveginum og auðvitað er fólk að störfum í ferðaþjónustu um landið allt, sem kann ekki íslensku. Eflaust eru einhverjir veitingastaðir með ensku sem fyrsta mál, en langflestir eru með matseðla sína á íslensku og ensku. Það er síðan mikill misskilningur að hér séu gróðasjónarmið á ferðinni, enda eru flestir þeir sem reka ferðaþjónustu fullkomlega meðvitaðir um það að íslensk tunga er hluti af menningu Íslands og þeirri upplifun, sem flestir ferðamenn eru að sækjast eftir. Eflaust getur ferðaþjónustan gert betur, enda hefur undirrituð og fleiri undanfarið skorað á ferðaþjónustufyrirtæki að hafa íslenskuna ávallt í öndvegi og alltaf sem fyrsta mál. Hins vegar þurfa ferðaþjónustufyrirtæki að eiga samskipti við sína viðskiptavini og það er einfaldlega staðreynd sem við þurfum að viðurkenna, að þau samskipti geta nær eingöngu átt sér stað á öðrum tungumálum. Það sem vel er gert Við þurfum líka að viðurkenna og taka þá staðreynd í sátt að á háannatíma ferðaþjónustu þurfum við að fá til liðs við okkur erlent starfsfólk til að aðstoða okkur við að skapa verðmæti, sem allir landsmenn njóta góðs af. Starfsfólk sem hingað kemur til að vinna í stuttan tíma mun fæst ná tökum á íslensku. Við höfum þó lagt áherslu á það að þetta fólk læri þó grunnorðaforða í þeirri starfsgrein, sem það starfar í og hefur það víða gengið ágætlega. Í íslenskri ferðaþjónustu starfar líka stór hópur innflytjenda, sem eru komnir til að vera og margir þeirra tala ágætis íslensku. Það er minna talað um það, en það sem miður fer. Vandinn liggur dýpra Ég hafna því því algjörlega að mesta hættan sem steðjar að íslenskunni séu skilti á ensku sums staðar og að það komi fyrir að Íslendingar neyðist til að tala ensku á veitingastöðum eða hótelum - þó ég vildi vissulega að það þyrfti ekki að koma fyrir. Vandinn á sér miklu dýpri rætur, sem hafa lítið með ferðaþjónustu eða atvinnulífið almennt að gera. Formaður félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, bendir á það í viðtali í Morgunblaðinu í dag, að það þurfi að fara í átak við að kenna erlendum börnum íslensku allt frá leikskólastigi og að íslenskumælandi börn eigi það til að tala ensku hvert við annað. Varla er það vegna auglýsingaskilta í miðborginni. Jón Pétur Zimsen, sem er með langa reynslu af skólastarfi, segir í viðtali í sama blaði í dag, að íslenska sé mikilvægasta fagið í skólanum. Hann segir jafnframt að hnignun hafi átt sér stað, þegar kemur að tungumálinu, enda séu ensk áhrif af snjalltækjunum, sem börn og unglingar nota jú óhóflega, mjög mikil. Hann vill beintengja það að vera góður í íslensku við peninga. Að hans mati hefur sá sem hefur gott vald á málinu og getur tjáð sig auðveldlega mun öðlast fleiri tækifæri í lífinu og þar af leiðandi auka líkur á meiri lífsgæðum. Þarna er ég honum hjartanlega sammála og kannski er þetta mantran, sem við þurfum að vinna með í samfélaginu okkar. Öll sem eitt Ég er sammála Bubba Morthens um að íslenskan sé límið sem bindur okkur öll saman og að við þurfum að spyrna gegn áhrifum enskunnar á málið okkar. En við skulum gera það með því að vinna saman – öll sem eitt – og benda kurteislega á það sem miður fer frekar en að ásaka meðborgara okkar og ráðast að rótum vandans, þar sem við erum líklegust til að ná árangri. Rætur vandans liggja ekki í auglýsingaskiltum á ensku eða því að þurfa stundum að panta kaffibolla á ensku í miðborg Reykjavíkur eða á Húsavík. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun