Vilja Íslendingar að allar þjóðir heims byrji hvalveiðar? Andri Snær Magnason skrifar 16. ágúst 2023 08:00 1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Tengdar fréttir Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01 Hvalveiðar eru græðgi Sóley Stefánsdóttir skrifar um hvalveiðar. 13. ágúst 2023 14:04 Hvalasöngur Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 14. ágúst 2023 12:01 Reikistjörnur Sjón skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 15. ágúst 2023 08:02 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur.
Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun