Táningur með íslenskan umboðsmann vann næstum því heimsleikana í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 08:31 Snorri Barón Jónsson með Emmu Lawson en hún var frábær á heimsleikunum í ár þrátt fyrir að vera enn bara átján ára gömul. Instagram/@snorribaron Kanadíska CrossFit konan Emma Lawson skrifaði sögu heimsleikana í ár þegar hún varð sú yngsta í sögunni til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í CrossFit. Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira